Innlent

Mótmæla tíðum strætóferðum

Íbúar og húseigendur við Suðurgötu safna nú undirskriftum undir áskorun til borgarstjóra um að breyta hinu nýja leiðarkerfi Strætó svo tíðum strætóferðum um götunna linni en þeir segja vagnana fara 414 ferðir um götuna á hverjum virkum degi. Fara þeir fram á að ónæðinu, menguninni og lífskjaraskerðingunni sem af þessu hlýst verði dreift á fleiri íbúa borgarinnar. Þeir benda einnig á að nýlega hafi gatan verið mjókkuð og á hana settar hraðahindranir með það fyrir augum að fella niður strætisvagnaferðir um götuna. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó segir að tillaga um að umferð færi í báðar áttir um Skothúsveg og Fríkirkjuveg hafi verið felld í borgarstjórn og nýtt leiðarkerfi taki mið af því og það valdi því að þessi umferð beinist nú um Suðurgötu. Enn hefur ekkert heyrst í íbúum við Hverfisgötu en glöggum vegfaranda hefur reiknast svo til að strætisvagnar fari um 880 ferðir um götuna á dag. Ekki náðist í borgarstjóra né formann samgöngunefndar borgarinnar vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×