Erlent

Vill endurreisa ríkisstjórnina

Gerry Adams, formaður Sinn Fein, hins pólitíska arms Írska lýðveldisherins segir að ríkisstjórnir Bretlands og Írlands verði nú að endurreisa ríkisstjórn Norður-Írlands þar sem kaþólikkar og mótmælendur skipti með sér völdum. Írski lýðveldisherinn afneitaði í dag vopnaðri baráttu og sagðist munu snúa sér alfarið að pólitískri baráttu fyrir stefnumálum sínum. Gerry Adams er mjög í mun að komast aftur á þing, en hann hefur verið úti í kuldanum undanfarin misseri vegna dólgsláta félaga hans í lýðveldishernum. Til dæmis vildi enginn bandarískur stjórnmálamaður hitta hann þegar hann fór þangað á degi heilags Patreks, fyrr á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×