Innlent

Skipti bauð 66,7 milljarða í Símann

Skipti ehf. átti hæsta tilboð í Símann, 66,7 milljarða króna en tilboð voru opnuð fyrir stundu. Alls bárust þrjú tilboð og er tilboð Skipta ehf yfir 5% hærra en næsta tilboð. Skipti eignast því að óbreyttu Símann en að hópnum standa Exista, sem er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Samvinnulífeyrissjóðurinn, MP fjárfestingarbanki hf., Kaupþing banka hf. og IMIS ehf., sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar. Næsthæsta tilboð átti Símstöðin, 60 milljarða króna. Í þeim hópi eru meðal annars Burðarás, KEA, Ólafur Jóhann Ólafsson, Tryggingamiðstöðin, Talsímafélagið og fleiri. Þriðja og lægsta tilboð átti Nýja símafélagið, 54.645.780.000. Farið verður yfir tilboðin og gengið frá samningum við Skipti ehf síðar í dag að óbreyttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×