Innlent

Ferðir á álagstímum felldar niður

Aukin tíðni á álagstímum Strætó verður felld niður næstu þrjá daga, vegna manneklu. á morgun og föstudaginn munu vagnar á stofnleiðum aka á tuttugu mínútna fresti á álagstímum, en ekki tíu mínútna fresti, eins og leiðakerfið gerir ráð fyrir. Á laugardag munu vagnar á stofnleiðum aka á þrjátíu mínútna fresti allan daginn, en ekki tuttugu mínútna fresti milli ellefu og sautján, eins og leiðabókin segir til um. Í tilkynningu frá Strætó segir að þetta sé gert vegna þess að ekki sé hægt að manna nógu marga vagna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×