Allt á suðupunkti við Kárahnjúka 26. júlí 2005 00:01 Prestsetrasjóður hefur afturkallað leyfi fyrir tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þrír voru handteknir í nótt og eru þeir nú í yfirheyrslum. Útlendingastofnun getur ekki vísað fólkinu úr landi eins og sýslumannsembættið á Seyðisfirði fór fram á að yrði kannað. Prestsetursjóður hefur afturkallað leyfi mótmælenda við Kárahnjúka til að hafa tjaldbúðir þar sem þær eru en sjóðurinn hefur yfirrráð með landinu á þeim slóðum. Mótmælendurnir fá frest til hádegis á morgun til að rýma búðirnar. Helgi Jensson hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði segir að þetta hafi verið gert að beiðni embættisins þar sem mótmælendur hafi farið langt yfir öll velsæmismörk. Þeir hafi fengið leyfið á þeim forsendum að mótmælin yrðu friðsöm. Helgi segir þá ekki geta tjaldað annars staðar á hálendinu án leyfis landeigenda. Þrír Bretar, tveir menn og ein kona, voru handtekinn á Kárahnjúkum í nótt og flutt í fangageymslur. Þau eru enn í haldi og standa yfirheyrslur yfir þeim nú. Þau tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun. Annar mannanna, sem er Skoti, var handtekinn í tengslum við mótmæli þegar G8 fundurinn var haldinn í Skotlandi en hann hefur líka gerst sekur um að brjótast inn á svæði hersins þar í landi. Útlendingastofnun kannaði að beiðini sýslumannsembættisins á Seyðisfirði hvort hægt væri að vísa fólkinu úr landi. Svo er ekki þar sem það er íbúar innan evrópska efnahagssvæðisins. Mótmælendur voru ekki sáttir við aðgerðir lögreglu í morgun. Einn þeirra, Martin, sagði lögreglumennina hafa verið mjög ógnandi, ólíkt þeim vingjarnlegheitum sem þeir hafi sýnt síðast. „Þeir sögðu bílstjórunum að setja bílana í gang og ógnuðu fólki,“ segir Martin. Seinni partinn í dag kom í ljós að vörubíll eins verktakans hefur verið skemmdur, líklega með grjótkasti. Bíllinn var innan girðingar en talið er að verknaðurinn hafi verið framinn í fyrrinótt. Þá fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu í einu tjaldinu í búðunum í dag með hjálp leitarhunds. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Prestsetrasjóður hefur afturkallað leyfi fyrir tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þrír voru handteknir í nótt og eru þeir nú í yfirheyrslum. Útlendingastofnun getur ekki vísað fólkinu úr landi eins og sýslumannsembættið á Seyðisfirði fór fram á að yrði kannað. Prestsetursjóður hefur afturkallað leyfi mótmælenda við Kárahnjúka til að hafa tjaldbúðir þar sem þær eru en sjóðurinn hefur yfirrráð með landinu á þeim slóðum. Mótmælendurnir fá frest til hádegis á morgun til að rýma búðirnar. Helgi Jensson hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði segir að þetta hafi verið gert að beiðni embættisins þar sem mótmælendur hafi farið langt yfir öll velsæmismörk. Þeir hafi fengið leyfið á þeim forsendum að mótmælin yrðu friðsöm. Helgi segir þá ekki geta tjaldað annars staðar á hálendinu án leyfis landeigenda. Þrír Bretar, tveir menn og ein kona, voru handtekinn á Kárahnjúkum í nótt og flutt í fangageymslur. Þau eru enn í haldi og standa yfirheyrslur yfir þeim nú. Þau tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun. Annar mannanna, sem er Skoti, var handtekinn í tengslum við mótmæli þegar G8 fundurinn var haldinn í Skotlandi en hann hefur líka gerst sekur um að brjótast inn á svæði hersins þar í landi. Útlendingastofnun kannaði að beiðini sýslumannsembættisins á Seyðisfirði hvort hægt væri að vísa fólkinu úr landi. Svo er ekki þar sem það er íbúar innan evrópska efnahagssvæðisins. Mótmælendur voru ekki sáttir við aðgerðir lögreglu í morgun. Einn þeirra, Martin, sagði lögreglumennina hafa verið mjög ógnandi, ólíkt þeim vingjarnlegheitum sem þeir hafi sýnt síðast. „Þeir sögðu bílstjórunum að setja bílana í gang og ógnuðu fólki,“ segir Martin. Seinni partinn í dag kom í ljós að vörubíll eins verktakans hefur verið skemmdur, líklega með grjótkasti. Bíllinn var innan girðingar en talið er að verknaðurinn hafi verið framinn í fyrrinótt. Þá fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu í einu tjaldinu í búðunum í dag með hjálp leitarhunds.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira