Innlent

Skorinn á háls í skemmtiferðaskipi

TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar var í fyrrinótt kölluð að skemmtiferðaskipinu Sea Rose sem var á siglingu norður af landinu. Þyrlan var kölluð út til að sækja mann sem misst hafði mikið blóð eftir að hafa verið skorinn á háls í ryskingum um borð. Nokkuð snúnar aðstæður voru í þokunni norður af landinu og því var þyrlan komin með manninn á Landspítalann í Fossvogi rúmum fjórum tímum eftir að hún var kölluð út. Maðurinn var í gær útskrifaður af spítalanum og líðan hans eftir atvikum góð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×