Innlent

Surtsey ferðamannaperla

Deilt hefur verið um það hvort hleypa eigi ferðamönnum til Surtseyjar en Steingrímur Hermannsson, formaður Surtseyjarfélagsins, er því andvígur. Hjálmar Árnason þingmaður hefur látið þetta mál til sín taka. Á að leyfa ferðamönnum að fara út í Surtsey? Já, ég tel að það sé tímabært að leyfa ferðamönnum að njóta þessa stórkostlega fyrirbæris sem Surtsey er en þó yrði að gera það undir ströngu eftirliti fræðimanna og annara sem til þekkja. Ég er viss um að margir ferðamenn innlendir sem útlendir vildu ólmir verða vitni að þessu undri og því gæti Surtsey orðið ein skrautfjöðurin enn í íslenskri ferðamennsku. Er þörf á aukinni fræðslu um Surtsey? Ég tel einnig tímabært að almenningur fái aukna fræðslu um landnám lífvera og alla þessa stórbrotnu þróun sem á sér stað í eynni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×