Innlent

Herferð gegn nauðgunum

Herferð V-samtakanna gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina hefst í dag en þetta er í fjórða sinn sem samtökin eru með sérstaka herferð gegn nauðgunum á þessum tíma árs. Tölulegar staðreyndir varðandi kynferðisbrot um verslunarmannahelgina eru sláandi. Má þar nefna að síðustu fjögur ár hafa að meðaltali ellefu nauðganir verið tilkynntar í útihátíðarvikunni sem er fjórfalt meira en í venjulegri viku. Því er ljóst að aukin hætta á kynferðisbrotum fylgir útihátíðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×