Bretum hugsanlega vísað úr landi 26. júlí 2005 00:01 Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. Lögreglumenn handtóku fyrst hóp manna en sleppti flestum aftur eftir að til átakanna kom. Þrír Bretar, tveir karlar og ein kona, voru flutt í fangageymslur á Egilsstöðum og eru þar enn. Talið er að a.m.k. 20 manna hópur mótmælenda hafi komist framhjá öryggisvörðum verktakans inn á vinnusvæðið við grjótnámið og hlekkjuðu nokkrir sig við vinnuvélar og náðu kveikjulykli úr einni og köstuðu honum út í loftið þannig að vélin er óstarfhæf eftir. Verið er að kanna hvort þeir unnu skemmdarverk á fleiri tækjum. Þegar lögregla ætlaði að fjárlægja mótmælendurnar af svæðinu, sem er bannsvæði fyrir almenning, skarst í odda sem endaði með handalögmálum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi. Hvorki Landsvirkjun, Suðurverk eða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem öll hafa nú orðið fyrir tjóni vegna mótmælendanna, hafa enn kært atburðinn en a.m.k. Landsvirkjun mun fara nánar yfir málið í dag. Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, segir að þótt engin kæra hafi borist liggi klárlega fyrir að fólkið hafi brotið lög og lögreglusamþykktir. Hópur mótmælenda við Kárahnjúka kom til Egilsstaða í morgunsárið til að grennslast fyrir um þá félaga sína sem handteknir voru í nótt. Sænskur maður, Martin að nafni, sagði í samtali við fréttaritara Bylgjunnar á Austurlandi að laust eftir miðnætti hefði hópur mótmælenda hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu til að hindra og stöðva framkvæmdir. Hann segir að vinna hafi af þessum sökum legið niðri í um þrjár klukkustundir. Martin segir að lögregla hafi komið fljótlega á svæðið og að lögregluþjónarnir hafi verið ógnandi í framkomu og alls ekki jafn vingjarnlegir og síðast þegar þeir höfðu afskipti af mótmælendum. Martin segir að lögregluþjónarnir hafi skipað starfsmönnum við Kárahnjúka að gangsetja vinnuvélarnar þrátt fyrir að fólk væri hlekkjað við þær. Nokkrir hafi verið hikandi við það en þó fylgt fyrirmælum lögreglu. Martin segir lögreglu hafa reynt að draga fólk í burtu af svæðinu en það streittist á móti þar sem það óttaðist um félaga sína sem hlekkjaðir voru við vélarnar. Þá hafi lögreglan orðið ruddalegri og að lokum handtekið tvo af mótmælendum. Martin segir að eftir að mótmælaaðgerðum lauk hafi nálægt um tíu lögregluþjónar með hund farið að tjaldbúðunum. Hann segir lögregluna hafa farið inn í tjöld mótmælenda og krafist vegabréfa þeirra. Martin segist álíta þetta framferði lögreglunnar vera brot á íslenskum lögum. Hann segir eina stúlku hafa mótmælt þessu framferði lögreglunnar og að hún hafi þá verið dregin með valdi á brott. Fréttir Innlent Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. Lögreglumenn handtóku fyrst hóp manna en sleppti flestum aftur eftir að til átakanna kom. Þrír Bretar, tveir karlar og ein kona, voru flutt í fangageymslur á Egilsstöðum og eru þar enn. Talið er að a.m.k. 20 manna hópur mótmælenda hafi komist framhjá öryggisvörðum verktakans inn á vinnusvæðið við grjótnámið og hlekkjuðu nokkrir sig við vinnuvélar og náðu kveikjulykli úr einni og köstuðu honum út í loftið þannig að vélin er óstarfhæf eftir. Verið er að kanna hvort þeir unnu skemmdarverk á fleiri tækjum. Þegar lögregla ætlaði að fjárlægja mótmælendurnar af svæðinu, sem er bannsvæði fyrir almenning, skarst í odda sem endaði með handalögmálum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi. Hvorki Landsvirkjun, Suðurverk eða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem öll hafa nú orðið fyrir tjóni vegna mótmælendanna, hafa enn kært atburðinn en a.m.k. Landsvirkjun mun fara nánar yfir málið í dag. Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, segir að þótt engin kæra hafi borist liggi klárlega fyrir að fólkið hafi brotið lög og lögreglusamþykktir. Hópur mótmælenda við Kárahnjúka kom til Egilsstaða í morgunsárið til að grennslast fyrir um þá félaga sína sem handteknir voru í nótt. Sænskur maður, Martin að nafni, sagði í samtali við fréttaritara Bylgjunnar á Austurlandi að laust eftir miðnætti hefði hópur mótmælenda hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu til að hindra og stöðva framkvæmdir. Hann segir að vinna hafi af þessum sökum legið niðri í um þrjár klukkustundir. Martin segir að lögregla hafi komið fljótlega á svæðið og að lögregluþjónarnir hafi verið ógnandi í framkomu og alls ekki jafn vingjarnlegir og síðast þegar þeir höfðu afskipti af mótmælendum. Martin segir að lögregluþjónarnir hafi skipað starfsmönnum við Kárahnjúka að gangsetja vinnuvélarnar þrátt fyrir að fólk væri hlekkjað við þær. Nokkrir hafi verið hikandi við það en þó fylgt fyrirmælum lögreglu. Martin segir lögreglu hafa reynt að draga fólk í burtu af svæðinu en það streittist á móti þar sem það óttaðist um félaga sína sem hlekkjaðir voru við vélarnar. Þá hafi lögreglan orðið ruddalegri og að lokum handtekið tvo af mótmælendum. Martin segir að eftir að mótmælaaðgerðum lauk hafi nálægt um tíu lögregluþjónar með hund farið að tjaldbúðunum. Hann segir lögregluna hafa farið inn í tjöld mótmælenda og krafist vegabréfa þeirra. Martin segist álíta þetta framferði lögreglunnar vera brot á íslenskum lögum. Hann segir eina stúlku hafa mótmælt þessu framferði lögreglunnar og að hún hafi þá verið dregin með valdi á brott.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira