Bretum hugsanlega vísað úr landi 26. júlí 2005 00:01 Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. Lögreglumenn handtóku fyrst hóp manna en sleppti flestum aftur eftir að til átakanna kom. Þrír Bretar, tveir karlar og ein kona, voru flutt í fangageymslur á Egilsstöðum og eru þar enn. Talið er að a.m.k. 20 manna hópur mótmælenda hafi komist framhjá öryggisvörðum verktakans inn á vinnusvæðið við grjótnámið og hlekkjuðu nokkrir sig við vinnuvélar og náðu kveikjulykli úr einni og köstuðu honum út í loftið þannig að vélin er óstarfhæf eftir. Verið er að kanna hvort þeir unnu skemmdarverk á fleiri tækjum. Þegar lögregla ætlaði að fjárlægja mótmælendurnar af svæðinu, sem er bannsvæði fyrir almenning, skarst í odda sem endaði með handalögmálum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi. Hvorki Landsvirkjun, Suðurverk eða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem öll hafa nú orðið fyrir tjóni vegna mótmælendanna, hafa enn kært atburðinn en a.m.k. Landsvirkjun mun fara nánar yfir málið í dag. Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, segir að þótt engin kæra hafi borist liggi klárlega fyrir að fólkið hafi brotið lög og lögreglusamþykktir. Hópur mótmælenda við Kárahnjúka kom til Egilsstaða í morgunsárið til að grennslast fyrir um þá félaga sína sem handteknir voru í nótt. Sænskur maður, Martin að nafni, sagði í samtali við fréttaritara Bylgjunnar á Austurlandi að laust eftir miðnætti hefði hópur mótmælenda hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu til að hindra og stöðva framkvæmdir. Hann segir að vinna hafi af þessum sökum legið niðri í um þrjár klukkustundir. Martin segir að lögregla hafi komið fljótlega á svæðið og að lögregluþjónarnir hafi verið ógnandi í framkomu og alls ekki jafn vingjarnlegir og síðast þegar þeir höfðu afskipti af mótmælendum. Martin segir að lögregluþjónarnir hafi skipað starfsmönnum við Kárahnjúka að gangsetja vinnuvélarnar þrátt fyrir að fólk væri hlekkjað við þær. Nokkrir hafi verið hikandi við það en þó fylgt fyrirmælum lögreglu. Martin segir lögreglu hafa reynt að draga fólk í burtu af svæðinu en það streittist á móti þar sem það óttaðist um félaga sína sem hlekkjaðir voru við vélarnar. Þá hafi lögreglan orðið ruddalegri og að lokum handtekið tvo af mótmælendum. Martin segir að eftir að mótmælaaðgerðum lauk hafi nálægt um tíu lögregluþjónar með hund farið að tjaldbúðunum. Hann segir lögregluna hafa farið inn í tjöld mótmælenda og krafist vegabréfa þeirra. Martin segist álíta þetta framferði lögreglunnar vera brot á íslenskum lögum. Hann segir eina stúlku hafa mótmælt þessu framferði lögreglunnar og að hún hafi þá verið dregin með valdi á brott. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. Lögreglumenn handtóku fyrst hóp manna en sleppti flestum aftur eftir að til átakanna kom. Þrír Bretar, tveir karlar og ein kona, voru flutt í fangageymslur á Egilsstöðum og eru þar enn. Talið er að a.m.k. 20 manna hópur mótmælenda hafi komist framhjá öryggisvörðum verktakans inn á vinnusvæðið við grjótnámið og hlekkjuðu nokkrir sig við vinnuvélar og náðu kveikjulykli úr einni og köstuðu honum út í loftið þannig að vélin er óstarfhæf eftir. Verið er að kanna hvort þeir unnu skemmdarverk á fleiri tækjum. Þegar lögregla ætlaði að fjárlægja mótmælendurnar af svæðinu, sem er bannsvæði fyrir almenning, skarst í odda sem endaði með handalögmálum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi. Hvorki Landsvirkjun, Suðurverk eða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem öll hafa nú orðið fyrir tjóni vegna mótmælendanna, hafa enn kært atburðinn en a.m.k. Landsvirkjun mun fara nánar yfir málið í dag. Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, segir að þótt engin kæra hafi borist liggi klárlega fyrir að fólkið hafi brotið lög og lögreglusamþykktir. Hópur mótmælenda við Kárahnjúka kom til Egilsstaða í morgunsárið til að grennslast fyrir um þá félaga sína sem handteknir voru í nótt. Sænskur maður, Martin að nafni, sagði í samtali við fréttaritara Bylgjunnar á Austurlandi að laust eftir miðnætti hefði hópur mótmælenda hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu til að hindra og stöðva framkvæmdir. Hann segir að vinna hafi af þessum sökum legið niðri í um þrjár klukkustundir. Martin segir að lögregla hafi komið fljótlega á svæðið og að lögregluþjónarnir hafi verið ógnandi í framkomu og alls ekki jafn vingjarnlegir og síðast þegar þeir höfðu afskipti af mótmælendum. Martin segir að lögregluþjónarnir hafi skipað starfsmönnum við Kárahnjúka að gangsetja vinnuvélarnar þrátt fyrir að fólk væri hlekkjað við þær. Nokkrir hafi verið hikandi við það en þó fylgt fyrirmælum lögreglu. Martin segir lögreglu hafa reynt að draga fólk í burtu af svæðinu en það streittist á móti þar sem það óttaðist um félaga sína sem hlekkjaðir voru við vélarnar. Þá hafi lögreglan orðið ruddalegri og að lokum handtekið tvo af mótmælendum. Martin segir að eftir að mótmælaaðgerðum lauk hafi nálægt um tíu lögregluþjónar með hund farið að tjaldbúðunum. Hann segir lögregluna hafa farið inn í tjöld mótmælenda og krafist vegabréfa þeirra. Martin segist álíta þetta framferði lögreglunnar vera brot á íslenskum lögum. Hann segir eina stúlku hafa mótmælt þessu framferði lögreglunnar og að hún hafi þá verið dregin með valdi á brott.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira