Bretum hugsanlega vísað úr landi 26. júlí 2005 00:01 Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. Lögreglumenn handtóku fyrst hóp manna en sleppti flestum aftur eftir að til átakanna kom. Þrír Bretar, tveir karlar og ein kona, voru flutt í fangageymslur á Egilsstöðum og eru þar enn. Talið er að a.m.k. 20 manna hópur mótmælenda hafi komist framhjá öryggisvörðum verktakans inn á vinnusvæðið við grjótnámið og hlekkjuðu nokkrir sig við vinnuvélar og náðu kveikjulykli úr einni og köstuðu honum út í loftið þannig að vélin er óstarfhæf eftir. Verið er að kanna hvort þeir unnu skemmdarverk á fleiri tækjum. Þegar lögregla ætlaði að fjárlægja mótmælendurnar af svæðinu, sem er bannsvæði fyrir almenning, skarst í odda sem endaði með handalögmálum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi. Hvorki Landsvirkjun, Suðurverk eða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem öll hafa nú orðið fyrir tjóni vegna mótmælendanna, hafa enn kært atburðinn en a.m.k. Landsvirkjun mun fara nánar yfir málið í dag. Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, segir að þótt engin kæra hafi borist liggi klárlega fyrir að fólkið hafi brotið lög og lögreglusamþykktir. Hópur mótmælenda við Kárahnjúka kom til Egilsstaða í morgunsárið til að grennslast fyrir um þá félaga sína sem handteknir voru í nótt. Sænskur maður, Martin að nafni, sagði í samtali við fréttaritara Bylgjunnar á Austurlandi að laust eftir miðnætti hefði hópur mótmælenda hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu til að hindra og stöðva framkvæmdir. Hann segir að vinna hafi af þessum sökum legið niðri í um þrjár klukkustundir. Martin segir að lögregla hafi komið fljótlega á svæðið og að lögregluþjónarnir hafi verið ógnandi í framkomu og alls ekki jafn vingjarnlegir og síðast þegar þeir höfðu afskipti af mótmælendum. Martin segir að lögregluþjónarnir hafi skipað starfsmönnum við Kárahnjúka að gangsetja vinnuvélarnar þrátt fyrir að fólk væri hlekkjað við þær. Nokkrir hafi verið hikandi við það en þó fylgt fyrirmælum lögreglu. Martin segir lögreglu hafa reynt að draga fólk í burtu af svæðinu en það streittist á móti þar sem það óttaðist um félaga sína sem hlekkjaðir voru við vélarnar. Þá hafi lögreglan orðið ruddalegri og að lokum handtekið tvo af mótmælendum. Martin segir að eftir að mótmælaaðgerðum lauk hafi nálægt um tíu lögregluþjónar með hund farið að tjaldbúðunum. Hann segir lögregluna hafa farið inn í tjöld mótmælenda og krafist vegabréfa þeirra. Martin segist álíta þetta framferði lögreglunnar vera brot á íslenskum lögum. Hann segir eina stúlku hafa mótmælt þessu framferði lögreglunnar og að hún hafi þá verið dregin með valdi á brott. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. Lögreglumenn handtóku fyrst hóp manna en sleppti flestum aftur eftir að til átakanna kom. Þrír Bretar, tveir karlar og ein kona, voru flutt í fangageymslur á Egilsstöðum og eru þar enn. Talið er að a.m.k. 20 manna hópur mótmælenda hafi komist framhjá öryggisvörðum verktakans inn á vinnusvæðið við grjótnámið og hlekkjuðu nokkrir sig við vinnuvélar og náðu kveikjulykli úr einni og köstuðu honum út í loftið þannig að vélin er óstarfhæf eftir. Verið er að kanna hvort þeir unnu skemmdarverk á fleiri tækjum. Þegar lögregla ætlaði að fjárlægja mótmælendurnar af svæðinu, sem er bannsvæði fyrir almenning, skarst í odda sem endaði með handalögmálum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi. Hvorki Landsvirkjun, Suðurverk eða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem öll hafa nú orðið fyrir tjóni vegna mótmælendanna, hafa enn kært atburðinn en a.m.k. Landsvirkjun mun fara nánar yfir málið í dag. Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, segir að þótt engin kæra hafi borist liggi klárlega fyrir að fólkið hafi brotið lög og lögreglusamþykktir. Hópur mótmælenda við Kárahnjúka kom til Egilsstaða í morgunsárið til að grennslast fyrir um þá félaga sína sem handteknir voru í nótt. Sænskur maður, Martin að nafni, sagði í samtali við fréttaritara Bylgjunnar á Austurlandi að laust eftir miðnætti hefði hópur mótmælenda hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu til að hindra og stöðva framkvæmdir. Hann segir að vinna hafi af þessum sökum legið niðri í um þrjár klukkustundir. Martin segir að lögregla hafi komið fljótlega á svæðið og að lögregluþjónarnir hafi verið ógnandi í framkomu og alls ekki jafn vingjarnlegir og síðast þegar þeir höfðu afskipti af mótmælendum. Martin segir að lögregluþjónarnir hafi skipað starfsmönnum við Kárahnjúka að gangsetja vinnuvélarnar þrátt fyrir að fólk væri hlekkjað við þær. Nokkrir hafi verið hikandi við það en þó fylgt fyrirmælum lögreglu. Martin segir lögreglu hafa reynt að draga fólk í burtu af svæðinu en það streittist á móti þar sem það óttaðist um félaga sína sem hlekkjaðir voru við vélarnar. Þá hafi lögreglan orðið ruddalegri og að lokum handtekið tvo af mótmælendum. Martin segir að eftir að mótmælaaðgerðum lauk hafi nálægt um tíu lögregluþjónar með hund farið að tjaldbúðunum. Hann segir lögregluna hafa farið inn í tjöld mótmælenda og krafist vegabréfa þeirra. Martin segist álíta þetta framferði lögreglunnar vera brot á íslenskum lögum. Hann segir eina stúlku hafa mótmælt þessu framferði lögreglunnar og að hún hafi þá verið dregin með valdi á brott.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira