Erlent

Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð

Yfirvöld í Indónesíu og á Taílandi segja enga hættu vera á flóðbylgju og hafa afturkallað flóðbylgjuviðvörun eftir að jarðskjálfti upp á 7,2 á Richter skók Nicobar-eyjurnar í Indlandshafi í gærkvöld. Mikil skelfing greip um sig á eyjunum en engar fréttir hafa þó borist af mannfalli. Jarðskjálftinn fannst á sömu svæðum og jarðskjálftinn sem varð í desember á síðasta ári og varð um 180 þúsund manns í ellefu löndum að bana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×