Erlent

Ferðamenn fluttir heim

Margar ferðaskrifstofur í Bretlandi, Þýskalandi og Skandinavíu, hafa sent auka flugvélar til Egyptalands, til að flytja ferðamenn heim frá Sharm El Sheik. Fjöldamorðin í Sharm el-Sheikh, í gær hafa vakið ótta meðan ferðamanna og margir þeirra vilja komast strax aftur til síns heima. Ferðaskrifstofur hafa brugðist við með því að senda auka flugvélar til hafnarborgarinnar, til þess að flytja farþega sína heim. Jafnframt hafa margar þessara ferðaskrifstofa ákveðið að senda ekki fleiri farþega þangað, á næstunni. Það er því ljóst að ofan á allt annað, verður hryðjuverkaárásin mikið efnahagslegt áfall fyrir borgin. Það er þó glæta í myrkrinu, fyrir íbúana, að Rússar virðast ekki vera hræddir við að heimsækja borgina þeirra. Þegar í gær fór leiguflugvél, full af farþegum, frá Moskvu, og ekki einn einasti hafði afpantað. Í hverri viku fara átján leiguvélar með farþega frá Moskvu til Sharm el Sheik, og rússneskar ferðaskrifstofur ætla ekki að breyta áætlunum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×