Erlent

Sprengja á Spáni

Sprengja sprakk í Santiago de Compostela á Spáni, fyrr í dag. Engin slys urðu á fólki því áður en sprengjan sprakk hafði lögreglunni borist aðvörun og gat því bæði rýmt svæðið og haldið vegfarendum frá. Santiago de Compostela er vinsæll ferðamannabær og þangað streyma þúsundir kristinna pílagríma á hverju ári. Ekki hefur enn fengist staðfest hverjir stóðu fyrir árásunum en samtök sem berjast fyrir aðskilnaði norðvestur héraða í Galísíu eru grunuð um verknaðinn. Fjölmiðlar á Spáni hafa greint frá því að tveir menn hafi verið handteknir en það hefur ekki fengist staðfest af lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×