Erlent

Sprengjuárásir í Egyptalandi

Að minnsta kosti sjötíu og fimm manns létu lífið í röð sprengjuárása í Egypska strandbænum Sharm El Sheik, við Rauðahafið, í morgun. Tvöhundruð til viðbótar eru særðir. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm El Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að vitað sé um átta útlendinga sem létu lífið. Innanríkisráðherra Egyptalands sagði að of snemmt væri að segja til um hvort al-Kaída eða önnur hryðjuverkasamtök bæru ábyrgð á þessum verknaði. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×