Innlent

Gangstéttarakstur

Sjónarvottar héldu að það stefndi í stórslys þegar maður ók á bíl á gangstéttinni við skemmtistaðina Torvaldsen og Kaffi París við Austurvöll í gærkvöldi. Maður sem sótt hafði tvo gesti á Kaffi Austurstæti færði til útiborð og stóla með bíl sínum á gangstétt við Austurvöll sem ekki er ætluð umferð. Þrátt fyrir fjölda fólks fyrir utan Torvaldsenbar fór hann þar í gegn og ýtti til borðum með bílnum. Eins færði fólk sig frá til að verða ekki fyrir. Þegar hann komst í gegn gaf hann í og stefndi á fólk sem sat úti við kaffi París. Guðjón Ólafsson varð vitni af atburðinumog hann sagði að þegar hann sá að ökumaðurinn ætlaði hreinlega að fara í gegnum þvöguna sá hann fyrir sér stórslys. Hann sagðist hafa heyrt hrópað að barn væri fyrir og þá hljóp hann af stað við annan mann og hanh hljóp fram fyrir bílinn sem þá loksins stöðvaðist bifreiðin. Guðjón ásamt öðrum manni rifu manninn út úr bílnum og héldu honum niðri þar til lögreglan kom á svæðið. Farþegarnir tveir sem voru í bílnum létu sig hins vegar hverfa. Er mildi að engin skyldi slasast. Guðjón segir manninn hafa verið í einkennilegu ástandi. Hann keyrði utan í bíl Guðjóns sem stóð kyrrstæður skammt frá og sá nokkuð á bíl mannsins eftir það og aðfarirnar við veitingastaðina. Framrúðan brotnaði hins vegar þegar einn sjónarvottanna stökk upp á húdd bílsins eftir að búið var að stöðva hann og sparkaði í rúðuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×