Ógnað í yfirheyrslum 20. júlí 2005 00:01 "Ég var óörugg um mína stöðu enda fékk ég aldrei upplýsingar um hvað gerðist næst," segir Arna Ösp Magnúsardóttir, tvítugur Palestínufari. Arna er komin til Lundúna eftir handtöku ísraelskra yfirvalda á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael á mánudag. Örnu var haldið af lögreglu í þrjátíu klukkustundir áður en henni var vísað úr landi. "Vegabréfið og töskurnar mínar voru teknar af mér þegar ég kom á flugvöllinn og ég færð til yfirheyrslu," segir Arna Ösp. "Þar var mér haldið í tíu klukkustundir, með einu stuttu hléi þegar ég fékk samloku að borða." Að sögn Örnu var henni gert að sök að hafa hjálpað hryðjuverkamönnum. "Mest af yfirheyrslunni snerist um að fá nöfn og upplýsingar um annað fólk, en minnst um hvað ég væri að gera eða ætlaði að gera." Arna segist hafa upplifað yfirheyrsluna sem yfirþyrmandi og ógnandi. Þá hafi henni verið hótað. "Einn þeirra sem yfirheyrðu mig sagðist hafa fengið leyfi yfirmanns síns til þess að gera við mig hvað sem hann vildi ef ég væri ekki samvinnuþýð." Arna segir bónir hennar um að fá að hafa samband við ræðismann Íslands og fjölskyldu sína ekki hafa verið virtar. "Mér var ýtt inn í klefa og það var hlegið að mér þegar ég minntist á réttindi mín," segir Arna. "Svo var öskrað að ég hefði engin réttindi og ætti ekki rétt á neinu." Ástæður handtökunnar telur Arna hafa verið starf hennar í Palestínu, en þar var hún í þrjá mánuði síðastliðið sumar og starfaði með alþjóðlegu samtökunum International Solidary Movement. "Þetta var greinilega í tengslum við að ég hef verið að vinna með Palestínumönnum," segir Arna. "Þeir vilja koma í veg fyrir að fólk fari til Palestínu og verði vitni að því sem þar er að gerast." Arna hyggst dvelja um tíma í Lundúnum og reyna að leita réttar síns. "Ég mun að minnsta kosti hafa samband við utanríkisráðuneytið og sjá síðan til." Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
"Ég var óörugg um mína stöðu enda fékk ég aldrei upplýsingar um hvað gerðist næst," segir Arna Ösp Magnúsardóttir, tvítugur Palestínufari. Arna er komin til Lundúna eftir handtöku ísraelskra yfirvalda á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael á mánudag. Örnu var haldið af lögreglu í þrjátíu klukkustundir áður en henni var vísað úr landi. "Vegabréfið og töskurnar mínar voru teknar af mér þegar ég kom á flugvöllinn og ég færð til yfirheyrslu," segir Arna Ösp. "Þar var mér haldið í tíu klukkustundir, með einu stuttu hléi þegar ég fékk samloku að borða." Að sögn Örnu var henni gert að sök að hafa hjálpað hryðjuverkamönnum. "Mest af yfirheyrslunni snerist um að fá nöfn og upplýsingar um annað fólk, en minnst um hvað ég væri að gera eða ætlaði að gera." Arna segist hafa upplifað yfirheyrsluna sem yfirþyrmandi og ógnandi. Þá hafi henni verið hótað. "Einn þeirra sem yfirheyrðu mig sagðist hafa fengið leyfi yfirmanns síns til þess að gera við mig hvað sem hann vildi ef ég væri ekki samvinnuþýð." Arna segir bónir hennar um að fá að hafa samband við ræðismann Íslands og fjölskyldu sína ekki hafa verið virtar. "Mér var ýtt inn í klefa og það var hlegið að mér þegar ég minntist á réttindi mín," segir Arna. "Svo var öskrað að ég hefði engin réttindi og ætti ekki rétt á neinu." Ástæður handtökunnar telur Arna hafa verið starf hennar í Palestínu, en þar var hún í þrjá mánuði síðastliðið sumar og starfaði með alþjóðlegu samtökunum International Solidary Movement. "Þetta var greinilega í tengslum við að ég hef verið að vinna með Palestínumönnum," segir Arna. "Þeir vilja koma í veg fyrir að fólk fari til Palestínu og verði vitni að því sem þar er að gerast." Arna hyggst dvelja um tíma í Lundúnum og reyna að leita réttar síns. "Ég mun að minnsta kosti hafa samband við utanríkisráðuneytið og sjá síðan til."
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira