Ógnað í yfirheyrslum 20. júlí 2005 00:01 "Ég var óörugg um mína stöðu enda fékk ég aldrei upplýsingar um hvað gerðist næst," segir Arna Ösp Magnúsardóttir, tvítugur Palestínufari. Arna er komin til Lundúna eftir handtöku ísraelskra yfirvalda á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael á mánudag. Örnu var haldið af lögreglu í þrjátíu klukkustundir áður en henni var vísað úr landi. "Vegabréfið og töskurnar mínar voru teknar af mér þegar ég kom á flugvöllinn og ég færð til yfirheyrslu," segir Arna Ösp. "Þar var mér haldið í tíu klukkustundir, með einu stuttu hléi þegar ég fékk samloku að borða." Að sögn Örnu var henni gert að sök að hafa hjálpað hryðjuverkamönnum. "Mest af yfirheyrslunni snerist um að fá nöfn og upplýsingar um annað fólk, en minnst um hvað ég væri að gera eða ætlaði að gera." Arna segist hafa upplifað yfirheyrsluna sem yfirþyrmandi og ógnandi. Þá hafi henni verið hótað. "Einn þeirra sem yfirheyrðu mig sagðist hafa fengið leyfi yfirmanns síns til þess að gera við mig hvað sem hann vildi ef ég væri ekki samvinnuþýð." Arna segir bónir hennar um að fá að hafa samband við ræðismann Íslands og fjölskyldu sína ekki hafa verið virtar. "Mér var ýtt inn í klefa og það var hlegið að mér þegar ég minntist á réttindi mín," segir Arna. "Svo var öskrað að ég hefði engin réttindi og ætti ekki rétt á neinu." Ástæður handtökunnar telur Arna hafa verið starf hennar í Palestínu, en þar var hún í þrjá mánuði síðastliðið sumar og starfaði með alþjóðlegu samtökunum International Solidary Movement. "Þetta var greinilega í tengslum við að ég hef verið að vinna með Palestínumönnum," segir Arna. "Þeir vilja koma í veg fyrir að fólk fari til Palestínu og verði vitni að því sem þar er að gerast." Arna hyggst dvelja um tíma í Lundúnum og reyna að leita réttar síns. "Ég mun að minnsta kosti hafa samband við utanríkisráðuneytið og sjá síðan til." Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
"Ég var óörugg um mína stöðu enda fékk ég aldrei upplýsingar um hvað gerðist næst," segir Arna Ösp Magnúsardóttir, tvítugur Palestínufari. Arna er komin til Lundúna eftir handtöku ísraelskra yfirvalda á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael á mánudag. Örnu var haldið af lögreglu í þrjátíu klukkustundir áður en henni var vísað úr landi. "Vegabréfið og töskurnar mínar voru teknar af mér þegar ég kom á flugvöllinn og ég færð til yfirheyrslu," segir Arna Ösp. "Þar var mér haldið í tíu klukkustundir, með einu stuttu hléi þegar ég fékk samloku að borða." Að sögn Örnu var henni gert að sök að hafa hjálpað hryðjuverkamönnum. "Mest af yfirheyrslunni snerist um að fá nöfn og upplýsingar um annað fólk, en minnst um hvað ég væri að gera eða ætlaði að gera." Arna segist hafa upplifað yfirheyrsluna sem yfirþyrmandi og ógnandi. Þá hafi henni verið hótað. "Einn þeirra sem yfirheyrðu mig sagðist hafa fengið leyfi yfirmanns síns til þess að gera við mig hvað sem hann vildi ef ég væri ekki samvinnuþýð." Arna segir bónir hennar um að fá að hafa samband við ræðismann Íslands og fjölskyldu sína ekki hafa verið virtar. "Mér var ýtt inn í klefa og það var hlegið að mér þegar ég minntist á réttindi mín," segir Arna. "Svo var öskrað að ég hefði engin réttindi og ætti ekki rétt á neinu." Ástæður handtökunnar telur Arna hafa verið starf hennar í Palestínu, en þar var hún í þrjá mánuði síðastliðið sumar og starfaði með alþjóðlegu samtökunum International Solidary Movement. "Þetta var greinilega í tengslum við að ég hef verið að vinna með Palestínumönnum," segir Arna. "Þeir vilja koma í veg fyrir að fólk fari til Palestínu og verði vitni að því sem þar er að gerast." Arna hyggst dvelja um tíma í Lundúnum og reyna að leita réttar síns. "Ég mun að minnsta kosti hafa samband við utanríkisráðuneytið og sjá síðan til."
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira