Erlent

Mótmæli á Gaza

Tugþúsundir ísraelskra lögreglumanna eru nú í viðbragðsstöðu á Gaza svæðinu, þar sem fjölmenn mótmælaganga á að hefjast í dag. Þúsundir mótmælenda stefna inn á landnemabyggðir Gyðinga, til að láta í ljós óánægju með fyrirhugaðan brottfluttning Ísraela frá Gaza, sem á að hefjast um miðjan ágúst. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í gærkvöldi, en engan sakaði. Loks náðist svo sátt um að mótmælendurnir myndu gista í þorpi sem er þrjá kílómetra frá staðnum þar sem þeir ætla að hefja hina eiginlegu mótmælagöngu og um tuttugu kílómetra frá endanlegu takmarki þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×