Óvíða stífari löggjöf 18. júlí 2005 00:01 Á undanförnum árum hefur mikið borið á uppátækjum auglýsenda til að vekja athygli á bjór eða léttvíni með slíkum hætti að mörgum þyki lög sem um þetta gilda vera fótum troðin. Nú síðast ögraði Nóatún túlkun margra á þessum lögum með því að veita hverjum gasgrillkaupanda bjór svo lengi sem hann var yfir lögaldri. Lyktir urðu þær að Nóatún hætti þessum bjórgjöfum eftir að hafa borist beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að láta af þeim. Í þessu tilfelli líkt og mörgum öðrum hafa málalok þó ekki orðið til að skerpa tilfinningu manna fyrir þessum lögum sem fæstir virðast sáttir við. Bitnar á íslenskum framleiðendum "Löggjöfin eins og hún er í dag mismunar íslenskum bjór- og vínframleiðendum sem geta með takmörkuðum hætti auglýst vörur sínar meðan allt úir og grúir af erlendum áfengisauglýsingum á gervihnattastöðvunum, internetinu og í erlendum tímaritum," segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson. Þessu eru allir framleiðendur, auglýsendur og vín- og bjórinnflytjendur sem Fréttablaðið hafði samband við sammála. Einn víninnflytjandi segir það viðgangast að þeir sem fari á svig við lögin komi vörum sínum frekar á framfæri en þeir sem virði þau. Sem dæmi um þetta nefnir hann að bjór er auglýstur í því yfirskyni að um sé að ræða léttöl og hafa sumir gengið svo langt í þessum efnum að þeir eru farnir að auglýsa bjórtegund sem léttöl þó að ekkert léttöl sé til af þeirri tegund. Guðrún Björk Geirsdóttir, deildarstjóri víndeildar Austurbakka, segir mikils misræmis gæta vegna þessarar löggjafar. "Mér finnst það afskaplega skrítið að ég geti auglýst léttvín og bjór í tímaritinu Atlantica og öðrum tímaritum sem lesin eru í háloftunum þó að þar séu mikið til sömu lesendur og eru að lesa Fréttablaðið þar sem ég má hins vegar ekki auglýsa," segir Guðrún. Enn fremur benda söluaðilar og auglýsingafólk á til að ítreka misræmið að á íþróttaviðburðum og jafnvel bloggsíðum fyrir börn og unglinga séu áfengisauglýsingar tíðar og því séu hömlur löggjafarinnar löngum búnar að missa marks í þessu opna og tæknivædda nútímasamfélagi. Áfengisauglýsingar verða alltaf til í opnu samfélagi "Það er engin leið að framfylgja banni við auglýsingum á áfengi nema þá með því að loka fyrir gervihnattastöðvar, internetið og innfluttning á erlendum tímaritum og ég held að það sé nú ekki til umræðu," segir Ingólfur Hjörleifsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsendastofa. "Við fagfólk á auglýsingastofum lítum venjulega svo á að ef einhver má selja vöru þá hlýtur hinn sami að mega auglýsa hana. En svo hefur okkur þótt sjálfsagt að settar séu einhverjar hömlur eins og til dæmis hvað varðar tóbak sem sýnt hefur verið fram á að er stórskaðlegt heilsu fólks. Við í SÍA höfum því lagt til að gerð verði fagleg rannsókn á breyttu lífsmynstri fólks svo að umræðan geti farið upp úr þessu tilfinningalega þrætustigi og í framhaldi af því ætti að endurskoða löggjöfina," bætir Ingólfur við. Tilslakanir eða ekki? "Ég tel eðlilegast að leyfa auglýsingar á bjór og léttvíni innan skynsamlegra marka svo að þessum línudansi fari nú að linna," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Vifilfelli, og endurspeglar þar skoðun framleiðenda, innflytjenda og auglýsenda sem Fréttablaðið náði tali af. Lýðheilsustöð hefur hins vegar bent á að rannsóknir sem gerðar hafa verið bendi til þess að tilslakanir í áfengismálum hafa haft aukna áfengisneyslu í för með sér sem síðan hefur leitt til fleiri slysa og sjúkdóma. Bendir stöðin á að rekja megi dauðsföll 600 þúsund Evrópubúa á einu ári til áfengisneyslu og því gildi ekki venjuleg markaðssjónarmið í þessum málum. Auglýsingar óvíða bannaðar Ísland er meðal fárra þjóða þar sem algjört bann ríkir við auglýsingum á bjór og léttu víni. Þó ganga Norðmenn mun lengra í sinni löggjöf en þar er óheimilt að auglýsa drykki sem innhalda 2,5% áfengi eða meira. Auk þess er kveðið á um að léttöl og bjór verði að vera í ólíkum umbúðum svo ekki sé hægt að auglýsa bjór undir þeim formerkjum að um sé að ræða léttöl. Hins vegar eru víðast sett skilyrði fyrir áfengisauglýsingum þar sem þær eru leyfðar. Til dæmis eru áfengisauglýsingar óheimilar í sjónvarpi og hljóðvarpi í Belgíu og fleiri löndum. Á Spáni má ekki auglýsa áfengi sem er sterkara en 23% í sjónvarpi og ekki er heimilt að sjónvarpa áfengisauglýsingu fyrir klukkan hálf tíu á kvöldin. Frá fjármálaráðuneytinu bárust þau svör að ekki væri von á að nýjum lögum um áfengisauglýsingar eða sölu á áfengi. Á undanförnum árum hefur mikið borið á uppátækjum auglýsenda til að vekja athygli á bjór eða léttvíni með slíkum hætti að mörgum þyki lög sem um þetta gilda vera fótum troðin. Nú síðast ögraði Nóatún túlkun margra á þessum lögum með því að veita hverjum gasgrillkaupanda bjór svo lengi sem hann var yfir lögaldri. Lyktir urðu þær að Nóatún hætti þessum bjórgjöfum eftir að hafa borist beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að láta af þeim. Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Á undanförnum árum hefur mikið borið á uppátækjum auglýsenda til að vekja athygli á bjór eða léttvíni með slíkum hætti að mörgum þyki lög sem um þetta gilda vera fótum troðin. Nú síðast ögraði Nóatún túlkun margra á þessum lögum með því að veita hverjum gasgrillkaupanda bjór svo lengi sem hann var yfir lögaldri. Lyktir urðu þær að Nóatún hætti þessum bjórgjöfum eftir að hafa borist beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að láta af þeim. Í þessu tilfelli líkt og mörgum öðrum hafa málalok þó ekki orðið til að skerpa tilfinningu manna fyrir þessum lögum sem fæstir virðast sáttir við. Bitnar á íslenskum framleiðendum "Löggjöfin eins og hún er í dag mismunar íslenskum bjór- og vínframleiðendum sem geta með takmörkuðum hætti auglýst vörur sínar meðan allt úir og grúir af erlendum áfengisauglýsingum á gervihnattastöðvunum, internetinu og í erlendum tímaritum," segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson. Þessu eru allir framleiðendur, auglýsendur og vín- og bjórinnflytjendur sem Fréttablaðið hafði samband við sammála. Einn víninnflytjandi segir það viðgangast að þeir sem fari á svig við lögin komi vörum sínum frekar á framfæri en þeir sem virði þau. Sem dæmi um þetta nefnir hann að bjór er auglýstur í því yfirskyni að um sé að ræða léttöl og hafa sumir gengið svo langt í þessum efnum að þeir eru farnir að auglýsa bjórtegund sem léttöl þó að ekkert léttöl sé til af þeirri tegund. Guðrún Björk Geirsdóttir, deildarstjóri víndeildar Austurbakka, segir mikils misræmis gæta vegna þessarar löggjafar. "Mér finnst það afskaplega skrítið að ég geti auglýst léttvín og bjór í tímaritinu Atlantica og öðrum tímaritum sem lesin eru í háloftunum þó að þar séu mikið til sömu lesendur og eru að lesa Fréttablaðið þar sem ég má hins vegar ekki auglýsa," segir Guðrún. Enn fremur benda söluaðilar og auglýsingafólk á til að ítreka misræmið að á íþróttaviðburðum og jafnvel bloggsíðum fyrir börn og unglinga séu áfengisauglýsingar tíðar og því séu hömlur löggjafarinnar löngum búnar að missa marks í þessu opna og tæknivædda nútímasamfélagi. Áfengisauglýsingar verða alltaf til í opnu samfélagi "Það er engin leið að framfylgja banni við auglýsingum á áfengi nema þá með því að loka fyrir gervihnattastöðvar, internetið og innfluttning á erlendum tímaritum og ég held að það sé nú ekki til umræðu," segir Ingólfur Hjörleifsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsendastofa. "Við fagfólk á auglýsingastofum lítum venjulega svo á að ef einhver má selja vöru þá hlýtur hinn sami að mega auglýsa hana. En svo hefur okkur þótt sjálfsagt að settar séu einhverjar hömlur eins og til dæmis hvað varðar tóbak sem sýnt hefur verið fram á að er stórskaðlegt heilsu fólks. Við í SÍA höfum því lagt til að gerð verði fagleg rannsókn á breyttu lífsmynstri fólks svo að umræðan geti farið upp úr þessu tilfinningalega þrætustigi og í framhaldi af því ætti að endurskoða löggjöfina," bætir Ingólfur við. Tilslakanir eða ekki? "Ég tel eðlilegast að leyfa auglýsingar á bjór og léttvíni innan skynsamlegra marka svo að þessum línudansi fari nú að linna," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Vifilfelli, og endurspeglar þar skoðun framleiðenda, innflytjenda og auglýsenda sem Fréttablaðið náði tali af. Lýðheilsustöð hefur hins vegar bent á að rannsóknir sem gerðar hafa verið bendi til þess að tilslakanir í áfengismálum hafa haft aukna áfengisneyslu í för með sér sem síðan hefur leitt til fleiri slysa og sjúkdóma. Bendir stöðin á að rekja megi dauðsföll 600 þúsund Evrópubúa á einu ári til áfengisneyslu og því gildi ekki venjuleg markaðssjónarmið í þessum málum. Auglýsingar óvíða bannaðar Ísland er meðal fárra þjóða þar sem algjört bann ríkir við auglýsingum á bjór og léttu víni. Þó ganga Norðmenn mun lengra í sinni löggjöf en þar er óheimilt að auglýsa drykki sem innhalda 2,5% áfengi eða meira. Auk þess er kveðið á um að léttöl og bjór verði að vera í ólíkum umbúðum svo ekki sé hægt að auglýsa bjór undir þeim formerkjum að um sé að ræða léttöl. Hins vegar eru víðast sett skilyrði fyrir áfengisauglýsingum þar sem þær eru leyfðar. Til dæmis eru áfengisauglýsingar óheimilar í sjónvarpi og hljóðvarpi í Belgíu og fleiri löndum. Á Spáni má ekki auglýsa áfengi sem er sterkara en 23% í sjónvarpi og ekki er heimilt að sjónvarpa áfengisauglýsingu fyrir klukkan hálf tíu á kvöldin. Frá fjármálaráðuneytinu bárust þau svör að ekki væri von á að nýjum lögum um áfengisauglýsingar eða sölu á áfengi. Á undanförnum árum hefur mikið borið á uppátækjum auglýsenda til að vekja athygli á bjór eða léttvíni með slíkum hætti að mörgum þyki lög sem um þetta gilda vera fótum troðin. Nú síðast ögraði Nóatún túlkun margra á þessum lögum með því að veita hverjum gasgrillkaupanda bjór svo lengi sem hann var yfir lögaldri. Lyktir urðu þær að Nóatún hætti þessum bjórgjöfum eftir að hafa borist beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að láta af þeim.
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira