Suðurnes hætta vinnslu 18. júlí 2005 00:01 Stærsta fiskvinnslufyrirtæki Reykjanesbæjar, Suðurnes, hefur ákveðið að hætta rekstri. Alls hafa á fimmta tug starfsmanna starfað hjá fyrirtækinu og missa þeir nú vinnuna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja óhagstætt gengi krónunnar hafa verið eina helstu ástæðuna fyrir því að fyrirtækið missti rekstrargrundvöllinn. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir spurður um þýðingu lokunarinnar fyrir atvinnulífið á svæðinu: "Þetta er náttúrlega ákveðið hundsbit en auðvitað leitar ástandið jafnvægis, þetta er þó óþægilega mikið." "Meira en helmingur starfsmanna í alllangan tíma hafa verið útlendingar sem hafa verið hér mjög lengi og líkar mjög vel," segir Kristján. Hann segir að sem betur fer hafi atvinnuástandið farið batnandi undanfarin misseri, þó hafi verið töluvert um að fólk hafi leitað sér að vinnu annars staðar, jafnvel austur á fjörðum. Því sé lokunin hjá Suðurnesi auðvitað óþægileg. Hann horfir þó bjartsýnn fram á veginn og segist ekki hafa trú á að hið stóra hús sem hýst hefur starfsemi Suðurness "muni safna ryði". Forsvarsmenn fyrirtækisins báru sig að sögn Kristjáns aumlega yfir ástæðunum fyrir lokun vinnslunnar. Sterk staða krónunnar hefur verið fyrirtækinu óþægur ljár í þúfu og reksturinn hefur ekki staðið undir væntingum. Kristján segir að fiskvinnsla í Reykjanesbæ sé ekki orðin svipur hjá sjón, einungis séu eftir nokkur smærri fyrirtæki og ekki þurfi að líta langt aftur í tímann til að sjá mjög ólíkt ástand. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist ekki hafa áhyggjur af atvinnuástandinu í bænum þrátt fyrir lokunina. Hann segir að talsverð eftirspurn hafi verið eftir vinnuafli á svæðinu undanfarið, svo mikil að líklegt sé að allir þeir sem nú missa vinnuna geti fengið vinnu annars staðar. Suðurnes hefur sérhæft sig í vinnslu kola og annars flatfisks og býst Kristján Gunnarsson við því að sú vinnsla flytjist að einhverju leyti úr landi. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Stærsta fiskvinnslufyrirtæki Reykjanesbæjar, Suðurnes, hefur ákveðið að hætta rekstri. Alls hafa á fimmta tug starfsmanna starfað hjá fyrirtækinu og missa þeir nú vinnuna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja óhagstætt gengi krónunnar hafa verið eina helstu ástæðuna fyrir því að fyrirtækið missti rekstrargrundvöllinn. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir spurður um þýðingu lokunarinnar fyrir atvinnulífið á svæðinu: "Þetta er náttúrlega ákveðið hundsbit en auðvitað leitar ástandið jafnvægis, þetta er þó óþægilega mikið." "Meira en helmingur starfsmanna í alllangan tíma hafa verið útlendingar sem hafa verið hér mjög lengi og líkar mjög vel," segir Kristján. Hann segir að sem betur fer hafi atvinnuástandið farið batnandi undanfarin misseri, þó hafi verið töluvert um að fólk hafi leitað sér að vinnu annars staðar, jafnvel austur á fjörðum. Því sé lokunin hjá Suðurnesi auðvitað óþægileg. Hann horfir þó bjartsýnn fram á veginn og segist ekki hafa trú á að hið stóra hús sem hýst hefur starfsemi Suðurness "muni safna ryði". Forsvarsmenn fyrirtækisins báru sig að sögn Kristjáns aumlega yfir ástæðunum fyrir lokun vinnslunnar. Sterk staða krónunnar hefur verið fyrirtækinu óþægur ljár í þúfu og reksturinn hefur ekki staðið undir væntingum. Kristján segir að fiskvinnsla í Reykjanesbæ sé ekki orðin svipur hjá sjón, einungis séu eftir nokkur smærri fyrirtæki og ekki þurfi að líta langt aftur í tímann til að sjá mjög ólíkt ástand. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist ekki hafa áhyggjur af atvinnuástandinu í bænum þrátt fyrir lokunina. Hann segir að talsverð eftirspurn hafi verið eftir vinnuafli á svæðinu undanfarið, svo mikil að líklegt sé að allir þeir sem nú missa vinnuna geti fengið vinnu annars staðar. Suðurnes hefur sérhæft sig í vinnslu kola og annars flatfisks og býst Kristján Gunnarsson við því að sú vinnsla flytjist að einhverju leyti úr landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira