Innlent

Veðraskipti á morgun

Besta veðursins er að vænta á austurhluta landsins í dag að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. "Þar verður sæmilega sólríkt og hlýtt með hægum vindi," segir Sigurður. "Hins vegar verður líklega væta vestast á landinu, rigning eða skúrir." Úrkomusvæðið færist síðan með norðurströndinni og má vænta vætu í öllum landshlutum á morgun að sögn Sigurðar. Þá mega landsmenn eiga von á veðraskiptum. "Þá kemur norðanátt með björtu veðri syðra," segir Sigurður. "Þá gæti orðið sólríkt í höfuðborginni en samfara því má búast við kólnandi veðri, einkum norðanlands."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×