Tuttugu og fimm milljónir á dag 14. júlí 2005 00:01 Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið að landi í Reykjavíkurhöfn eins og í gær en þá komu rétt tæp fjögur þúsund farþegar með skemmtiferðarskipunum Sea Princess og Aurora. Ekki eru þá meðtaldar áhafnir skipanna sem flestar ganga úr sér sjóriðuna á íslenskri grundu en um níuhundruð manns eru í áhöfn hvors skips. Það var því í nógu að snúast hjá starfsmönnum ferðaskrifstofunar Atlantik sem taka við ferðamönnunum, því sextíu og sjö rútur þurfti til að flytja þá sem nýta vildu stutta viðkomuna til að sjá sem mest af Suðvesturlandinu áður en haldið er í hann sjóðleiðis til Akureyrar þar sem skipin munu koma til hafnar í dag. Þar að auki komu átta jeppar til að taka þá sem vildu nýta stoppið í landi til að fara upp á jökul og einnig voru tveir strætisvagnar að snúast frá Sundahöfn og niður í miðbæ fyrir þá farþega sem vildu kíkja á mannlífið í höfuðborginni. Engu kaldara en heima Reykjavík tekur stakkaskiptum á degi sem þessum. Sundahöfn og Miðbakki breytast í umferðarmiðstöðvar þar sem rútur, jeppar og strætisvagnar streyma um og mannmergð myndast og hverfur jafnóðum. Litlir bátar flytja farþega milli skips og lands. Miðborgin tekur á sig heimsborgarbrag þar sem ferðamenn sjást hvert sem litið er og verslunarmenn og þjónustufólk verður sí og æ að bregða fyrir sig erlendum tungum. Fjölmargir Bretar sem blaðamaður rakst á við Sundahöfn voru á leið í miðbæinn þar sem þeir ætluðu einfaldlega að rölta um og virða fyrir sér mannlífið. Allir voru þeir hissa á veðrinu en þeir höfðu átt von á meiri kulda. "Þetta er engu kaldara en heima," sagði bresk frú og hló við. Annar breskur ferðamaður sem blaðamaður spjallaði við var að koma úr Bláa lóninu og bar því vel söguna en þótti tíminn helst til naumur og kvaðst hann vilja koma aftur hingað til lands og vera þá lengur á hverjum stað og leigja sér bíl til að komast víðar um. Aðrir létu sér allar ferðaáætlanir í léttu rúmi liggja og þegar blaðamaður spurði einn ferðamann sem kominn var með annan fótinn upp í rútu hvert hann væri að fara svaraði hann því til að hann færi þangað sem farið yrði með hann. Lífið um borð Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir að það séu ekki aðeins áfangastaðirnir sem heilli þessa ferðamenn en viðhorfskannanir hafa leitt í ljós að farþegum þykir einna mest til þess koma að geta farið á milli hafnarborga án þess að þurfa sífellt að pakka niður og finna sér nýjan næturstað. Ferðamenn úr Aurora sem blaðamaður spjallaði við báru lífinu um borð gott vitni. "Við förum í bíó, fylgjumst með skemmtidagskrá eða förum á tónleika, borðum góðan mat og drekkum vín," sagði breskur farþegi sem virtist kunna að njóta lífsins lystisemda. Sagði hann heimsþekkta listamenn skemmta um borð og nefndi í því sambandi velsku jasssöngkonuna Iris Williams sem hafði aukið á ánægju þessa lífsnautnamanns um borð. Ágúst segir að þegar búið sé að borga fargjald í skipin sé matur frír og frítt inn á allar uppákomur um borð en einungis þurfi að greiða fyrir áfenga drykki. Hann segir verð vera mjög mismunandi eftir skipum og farrýmum en gæði þeirra eru metin í stjörnum líkt og gert er með hótel. Hann segir algengt að farþegi borgi 19.000 til 26.000 krónur á dag. Aurora er nú á átján daga siglingu og því gæti ferðin kostað á bilinu 350 - 470 þúsund krónur. Í fang íslensks ferðaiðnaðar Fjölmargar ferðir standa ferðamönnunum til boða og er aðsókn í þær góð að sögn Gunnars Rafns Birgissonar hjá Atlantik en í gær voru biðlistar í nánast allar ferðir. "Mjög margir kjósa að fara að Gullfossi og Geysi en einnig er hægt að fara í jöklaferðir á Langjökul, jeppaferðir inn í Þórsmörk eða um svokallaða þúsundvatnaleið á Hellisheiði og svo er auðvitað Bláa lónið vinsælt," segir Gunnar. Mikið markaðsstarf liggur að baki þessari miklu aðsókn skemmtiferðaskipa til Íslands, sem reyndar er orðin svo mikil að Hafnarfjarðarhöfn verður að taka við fimm skipum í ár því ekki er pláss fyrir þau í þéttsetinni Reykjavíkurhöfn. Að sögn Ágústs Ágústssonar hafa samtökin Cruise Iceland staðið fyrir könnun á því hve miklu ferðamenn af skemmtiferðaskipunum eyða í landi. Samkvæmt henni eyðir hver ferðamaður sexþúsund og þrjúhundruð krónum á dag en þá er ekki meðtalin sú upphæð sem þeir borga fyrir ferðalög. Því má búast við því að kaupmenn í Reykjavík hafi fengið rúmar 25 milljónir króna í kassan í gær frá ferðalöngum með sjóriðu. Fimmtíuþúsund slíkir ferðamenn koma til Íslands í ár og má því búast við að þeir láti 315 milljónir af hendi rakna í hverri höfn. Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið að landi í Reykjavíkurhöfn eins og í gær en þá komu rétt tæp fjögur þúsund farþegar með skemmtiferðarskipunum Sea Princess og Aurora. Ekki eru þá meðtaldar áhafnir skipanna sem flestar ganga úr sér sjóriðuna á íslenskri grundu en um níuhundruð manns eru í áhöfn hvors skips. Það var því í nógu að snúast hjá starfsmönnum ferðaskrifstofunar Atlantik sem taka við ferðamönnunum, því sextíu og sjö rútur þurfti til að flytja þá sem nýta vildu stutta viðkomuna til að sjá sem mest af Suðvesturlandinu áður en haldið er í hann sjóðleiðis til Akureyrar þar sem skipin munu koma til hafnar í dag. Þar að auki komu átta jeppar til að taka þá sem vildu nýta stoppið í landi til að fara upp á jökul og einnig voru tveir strætisvagnar að snúast frá Sundahöfn og niður í miðbæ fyrir þá farþega sem vildu kíkja á mannlífið í höfuðborginni. Engu kaldara en heima Reykjavík tekur stakkaskiptum á degi sem þessum. Sundahöfn og Miðbakki breytast í umferðarmiðstöðvar þar sem rútur, jeppar og strætisvagnar streyma um og mannmergð myndast og hverfur jafnóðum. Litlir bátar flytja farþega milli skips og lands. Miðborgin tekur á sig heimsborgarbrag þar sem ferðamenn sjást hvert sem litið er og verslunarmenn og þjónustufólk verður sí og æ að bregða fyrir sig erlendum tungum. Fjölmargir Bretar sem blaðamaður rakst á við Sundahöfn voru á leið í miðbæinn þar sem þeir ætluðu einfaldlega að rölta um og virða fyrir sér mannlífið. Allir voru þeir hissa á veðrinu en þeir höfðu átt von á meiri kulda. "Þetta er engu kaldara en heima," sagði bresk frú og hló við. Annar breskur ferðamaður sem blaðamaður spjallaði við var að koma úr Bláa lóninu og bar því vel söguna en þótti tíminn helst til naumur og kvaðst hann vilja koma aftur hingað til lands og vera þá lengur á hverjum stað og leigja sér bíl til að komast víðar um. Aðrir létu sér allar ferðaáætlanir í léttu rúmi liggja og þegar blaðamaður spurði einn ferðamann sem kominn var með annan fótinn upp í rútu hvert hann væri að fara svaraði hann því til að hann færi þangað sem farið yrði með hann. Lífið um borð Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna segir að það séu ekki aðeins áfangastaðirnir sem heilli þessa ferðamenn en viðhorfskannanir hafa leitt í ljós að farþegum þykir einna mest til þess koma að geta farið á milli hafnarborga án þess að þurfa sífellt að pakka niður og finna sér nýjan næturstað. Ferðamenn úr Aurora sem blaðamaður spjallaði við báru lífinu um borð gott vitni. "Við förum í bíó, fylgjumst með skemmtidagskrá eða förum á tónleika, borðum góðan mat og drekkum vín," sagði breskur farþegi sem virtist kunna að njóta lífsins lystisemda. Sagði hann heimsþekkta listamenn skemmta um borð og nefndi í því sambandi velsku jasssöngkonuna Iris Williams sem hafði aukið á ánægju þessa lífsnautnamanns um borð. Ágúst segir að þegar búið sé að borga fargjald í skipin sé matur frír og frítt inn á allar uppákomur um borð en einungis þurfi að greiða fyrir áfenga drykki. Hann segir verð vera mjög mismunandi eftir skipum og farrýmum en gæði þeirra eru metin í stjörnum líkt og gert er með hótel. Hann segir algengt að farþegi borgi 19.000 til 26.000 krónur á dag. Aurora er nú á átján daga siglingu og því gæti ferðin kostað á bilinu 350 - 470 þúsund krónur. Í fang íslensks ferðaiðnaðar Fjölmargar ferðir standa ferðamönnunum til boða og er aðsókn í þær góð að sögn Gunnars Rafns Birgissonar hjá Atlantik en í gær voru biðlistar í nánast allar ferðir. "Mjög margir kjósa að fara að Gullfossi og Geysi en einnig er hægt að fara í jöklaferðir á Langjökul, jeppaferðir inn í Þórsmörk eða um svokallaða þúsundvatnaleið á Hellisheiði og svo er auðvitað Bláa lónið vinsælt," segir Gunnar. Mikið markaðsstarf liggur að baki þessari miklu aðsókn skemmtiferðaskipa til Íslands, sem reyndar er orðin svo mikil að Hafnarfjarðarhöfn verður að taka við fimm skipum í ár því ekki er pláss fyrir þau í þéttsetinni Reykjavíkurhöfn. Að sögn Ágústs Ágústssonar hafa samtökin Cruise Iceland staðið fyrir könnun á því hve miklu ferðamenn af skemmtiferðaskipunum eyða í landi. Samkvæmt henni eyðir hver ferðamaður sexþúsund og þrjúhundruð krónum á dag en þá er ekki meðtalin sú upphæð sem þeir borga fyrir ferðalög. Því má búast við því að kaupmenn í Reykjavík hafi fengið rúmar 25 milljónir króna í kassan í gær frá ferðalöngum með sjóriðu. Fimmtíuþúsund slíkir ferðamenn koma til Íslands í ár og má því búast við að þeir láti 315 milljónir af hendi rakna í hverri höfn.
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira