Erlent

Önnur hákarlaárás

Hákarl réðst á unglingspilt við strendur norðvesturhluta Flórída í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um líðan hans. Þetta er önnur hákarlaárásin á þremur dögum á þessum slóðum. Ráðist var á drenginn undan Cape San Blas, sem er vinsæll ferðamannastaður um 130 kílómetra suðaustur af Destin, þar sem hákarl banaði 14 ára stúlku á sunnudag. Stúlkan var að leika sér á brimbretti undan ströndinni þegar hákarlinn réðist á hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×