700 neitað í Verzlunarskólanum 23. júní 2005 00:01 Álíka margir nýir nemendur sækja um að komast í framhaldsskóla nú og á síðasta ári, en sá árgangur var mjög stór og erfitt var að finna öllum stað í kerfinu. Nokkrir skólar hafa nú þegar lokið öllum nýskráningum, en það eru þeir skólar sem mest ásókn var í og fylltust í fyrstu skráningalotu. Óvenju mikil aðsókn var að Verslunarskóla Íslands, en 560 sóttu um hann sem aðalskóla en af þeim fengu aðeins 340 skólavist og rúmlega hundrað fleiri nemendum var vísað frá en í fyrra. Aðrir fimmhundruð nemendur sem valið höfðu skólann til vara áttu því enga von um að komast að. Aðstoðarskólastjóri Verslunarskólans taldi sennilegt að þetta væri mesta aðsókn í sögu skólans. Á síðasta ári var aðeins um hundrað vísað frá. Kvennaskólinn þurfti að vísa frá yfir helmingi umsækjenda. 256 sóttu um skólann sem fyrsta val en aðeins var tekið við 135 nýnemum. Þegar tekið er tillit til varaumsókna sem skólanum bárust hefur alls 187 umsóknum verið neitað. Óvenju margir voru teknir í Kvennaskólann á síðasta ári og því komust færri að í ár. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð höfðu einnig lokið nýskráningum í gær. Rafrænt innritunarkerfi fyrir þá sem voru að ljúka grunnskóla virðist almennt vera að gefa góða raun. Fljótlegt er að senda umsóknir þeirra sem ekki komust inn í fyrsta valskóla yfir á næsta skóla og betri yfirsýn fæst yfir skráningarstöðuna í heild. Einn skólastjórnandi segist þó sakna þess að fá ekki meiri upplýsingar um nemendur, eins og til dæmis um skólasókn. Aðrir skólar eru að ljúka nýskráningum á næstunni. Þótt álíka margir séu að sækja um og á síðasta ári er ástandið þó ekki jafn erfitt. Vonast er til að allir sem þess óska komist í framhaldsnám. Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Álíka margir nýir nemendur sækja um að komast í framhaldsskóla nú og á síðasta ári, en sá árgangur var mjög stór og erfitt var að finna öllum stað í kerfinu. Nokkrir skólar hafa nú þegar lokið öllum nýskráningum, en það eru þeir skólar sem mest ásókn var í og fylltust í fyrstu skráningalotu. Óvenju mikil aðsókn var að Verslunarskóla Íslands, en 560 sóttu um hann sem aðalskóla en af þeim fengu aðeins 340 skólavist og rúmlega hundrað fleiri nemendum var vísað frá en í fyrra. Aðrir fimmhundruð nemendur sem valið höfðu skólann til vara áttu því enga von um að komast að. Aðstoðarskólastjóri Verslunarskólans taldi sennilegt að þetta væri mesta aðsókn í sögu skólans. Á síðasta ári var aðeins um hundrað vísað frá. Kvennaskólinn þurfti að vísa frá yfir helmingi umsækjenda. 256 sóttu um skólann sem fyrsta val en aðeins var tekið við 135 nýnemum. Þegar tekið er tillit til varaumsókna sem skólanum bárust hefur alls 187 umsóknum verið neitað. Óvenju margir voru teknir í Kvennaskólann á síðasta ári og því komust færri að í ár. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð höfðu einnig lokið nýskráningum í gær. Rafrænt innritunarkerfi fyrir þá sem voru að ljúka grunnskóla virðist almennt vera að gefa góða raun. Fljótlegt er að senda umsóknir þeirra sem ekki komust inn í fyrsta valskóla yfir á næsta skóla og betri yfirsýn fæst yfir skráningarstöðuna í heild. Einn skólastjórnandi segist þó sakna þess að fá ekki meiri upplýsingar um nemendur, eins og til dæmis um skólasókn. Aðrir skólar eru að ljúka nýskráningum á næstunni. Þótt álíka margir séu að sækja um og á síðasta ári er ástandið þó ekki jafn erfitt. Vonast er til að allir sem þess óska komist í framhaldsnám.
Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent