Innlent

Hætt að prenta Lögbirtingablaðið

Hætt verður að prenta Lögbirtingablaðið í núverandi formi frá 1. júlí. Útgáfan verður rafræn frá þeim degi og réttaráhrif auglýsinga í blaðinu verða bundin við hina rafrænu útgáfu. Áfram verður þó hægt að vera áskrifandi að vikulegri prentaðri útgáfu blaðsins en þá þarf að greiða tólf þúsund krónur fyrir prentun og póstburð. Áskriftargjaldið hefur verið 2.500 krónur fram að þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×