Erlent

40 uppreisnarmenn hafa fallið

Meira en fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í bardögum við hermenn í suðurhluta Afganistans undanfarinn sólarhring. Þá lést einn hermaður og sjö slösuðust í skotbardögum sem stóðu yfir í ellefu klukkustundir í gær. Seint í gærkvöldi stóðu loftárásir Bandaríkjamanna á vígi uppreisnarmanna enn yfir. Undanfarna þrjá mánuði hefur verið mjög róstursamt í Afganistan og óttast er að ástandið eigi enn eftir að versna fram að kosningum í landinu sem haldnar verða í september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×