Innlent

Framsal auðveldað

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna náðu samkomulagi um ný samningsdrög um framsal sakamanna. Gert er ráð fyrir að málsmeðferð um framsal sakamanna milli Norðurlandanna verði stytt og einfölduð. Ráðherrarnir voru á árlegum fundi, sem að þessu sinni var haldinn í Danmörku. Þar var einnig meðal annars rætt um mörk milli dómstóla á alþjóðavísu og innan lands og kom fram að það sætti vaxandi gagnrýni á þjóðþingum ríkjanna að alþjóðadómstólar færu inn á valdasvið þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×