Innlent

Ný gatnamót verst

Áætlaður heildarkostnaður vegna slysa í umferðinni í Reykjavík á síðasta ári er ekki undir tíu milljörðum króna, að því er fram kemur í tilkynningu Sjóvár-Almennra trygginga í gær. Fyrirtækið tók saman helstu tölur úr umferðinni í fyrra og framreiknar miðað við markaðshlutdeild, en samkvæmt því hafa rúmlega 1.100 manns slasast í umferðinni í Reykjavík í fyrra og 18.600 bílar skemmst. 9.200 umferðaróhöpp í Reykjavík voru tilkynnt til tryggingafélaganna á síðasta ári og nam áætlað tjón sem bætt var úr ábyrgðartryggingu bíla um 3,6 milljörðum króna. Við þá tölu bætist svo tjón hjá þeim sem ekki voru í rétti, upp á um 3,2 milljarða króna. "Um 54% allra tjóna á landinu urðu í Reykjavík en auk þess urðu um 16% tjóna í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur," segir í tilkynningu tryggingafélagsins. Sú breyting hefur orðið frá árinu 2003 að gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar eru orðin þau tjónahæstu en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar hafa skipað þann sess árum saman. Varasömustu bílastæði í Reykjavík samkvæmt tölum Sjóvár:* Bílastæði                                Fjöldi óhappa Kringlan 8-12                                 186 Holtagarðar/Ikea                              80 Austurver/Háaleitisbr                        29 Versl.miðstöðin Mjódd                     29 SÍS Holtagörðum                             24 Lágmúli 5                                         21 Lágmúli 7                                         21 Háskólabíó                                      18 Skeifan 15/Hagkaup                        18 Versl.miðst. Spöngin                        18 *Framreiknaðar tölur um fjölda óhappa á hverjum stað miðað við markaðshlutdeild Sjóvár-Almennra trygginga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×