Innlent

Talin hafa skemmt fleiri bíla

Þrennt er í haldi lögreglunnar í Hafnarfirði grunað um skemmdarverk á nokkrum bílum. Tilkynnt var um reyk í Heiðmörk í morgun. Þegar að var komið kom í ljós að þar var kviknað í bíl og sást til fólks í fjarska sem talið var tengjast málinu. Þrennt var handtekið í kjölfarið og er það nú í haldi lögreglunnar, en eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar kemst næst hefur fólkið ekki verið mjög ræðið. Grunur leikur á að bílbruninn í Heiðmörk tengist frekari skemmdarverkum á bílum. Nokkrir bílar voru skemmdir í Seláshverfi í morgun. Þremeningarnir hafa eins og fyrr segir ekki tjáð sig mikið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og er búist við að fólkið verði í haldi lögreglunnar fram eftir degi að minnsta kosti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×