Duncan klár í NBA úrslitin 7. júní 2005 00:01 Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs er klár í slaginn gegn Detroit Pistons í lokaúrslitum NBA og félagar hans eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með fyrirliðann, sem er að leika í sínum þriðja úrslitaleik á sex árum. "Lykillinn að velgengni Tim Duncan og það sem ávinnur honum virðingu félaga hans í liðinu, er hversu óeigingjarn hann er. Hann kærir sig kollóttan um það hversu mörg hann stig skorar eða hver tekur stóru skotin og hann deilir boltanum vel með öllum í liðinu," sagði leikstjórnandinn Tony Parker. Duncan var með lægsta stigaskor sitt í mörg ár á tímabilinu í vetur, ekki síst vegna erfiðra ökklameiðsla, en þegar allt er undir í úrslitakeppninni hefur framlag hans í stigaskoruninni verið á hraðri uppleið og hann hefur tekið á sig meiri og meiri ábyrgð á báðum endum vallarins. Robert Horry, sem stefnir á að vinna sinn sjötta meistaratitil á ferlinum, hefur leikið í úrslitakeppninni með mönnum eins og Hakeem Olajuwon og Shaquille O´Neal. Hann segir þó að Tim Duncan skeri sig úr þeim hópi hvað óeigingirni hans og liðsanda varðar. "Tim Duncan lætur leikinn koma til sín. Flestir stórir menn sem ég hef leikið með halda að þeir verði að mestu gagni með því að vera grimmir í sókninni og reyna að skora sem allra mest. Duncan er ekki þannig, hann kemur sér bara inn í flæði leiksins og er alveg sama hvort hann skorar eða ekki ef lið hans bara vinnur leikinn," sagði Horry. NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira
Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs er klár í slaginn gegn Detroit Pistons í lokaúrslitum NBA og félagar hans eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með fyrirliðann, sem er að leika í sínum þriðja úrslitaleik á sex árum. "Lykillinn að velgengni Tim Duncan og það sem ávinnur honum virðingu félaga hans í liðinu, er hversu óeigingjarn hann er. Hann kærir sig kollóttan um það hversu mörg hann stig skorar eða hver tekur stóru skotin og hann deilir boltanum vel með öllum í liðinu," sagði leikstjórnandinn Tony Parker. Duncan var með lægsta stigaskor sitt í mörg ár á tímabilinu í vetur, ekki síst vegna erfiðra ökklameiðsla, en þegar allt er undir í úrslitakeppninni hefur framlag hans í stigaskoruninni verið á hraðri uppleið og hann hefur tekið á sig meiri og meiri ábyrgð á báðum endum vallarins. Robert Horry, sem stefnir á að vinna sinn sjötta meistaratitil á ferlinum, hefur leikið í úrslitakeppninni með mönnum eins og Hakeem Olajuwon og Shaquille O´Neal. Hann segir þó að Tim Duncan skeri sig úr þeim hópi hvað óeigingirni hans og liðsanda varðar. "Tim Duncan lætur leikinn koma til sín. Flestir stórir menn sem ég hef leikið með halda að þeir verði að mestu gagni með því að vera grimmir í sókninni og reyna að skora sem allra mest. Duncan er ekki þannig, hann kemur sér bara inn í flæði leiksins og er alveg sama hvort hann skorar eða ekki ef lið hans bara vinnur leikinn," sagði Horry.
NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira