Erlent

Hrapaði með tonn af kókaíni

Flugvél með meira en tonn af kókaíni innanborðs hrapaði í suðausturhluta Mexíkó í gær að því er lögreglan þar í landi greindi frá í dag. Um borð í vélinni, sem var að koma frá Kólumbíu, voru tveir menn sem létust báðir. Talið er að vélin hafi hrapað vegna vonskuveðurs sem var á svæðinu í gær. Mesta kókaínframleiðsla heims fer fram í Kólumbíu og miklu magni þess er smyglað til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×