Erlent

Farþegaflugvél rænt eða ekki?

Farþegaflugvél á vegum Virgin-flugfélagsins á leið frá Lundúnum til New York var vísað til Kanada fyrir stundu og er hún á leið þangað í fylgd orustuþotna frá bandaríska flughernum. Ástæðan er sú að misvísandi upplýsingar bárust frá neyðarbúnaði vélarinnar þess efnis að henni hefði verið rænt. Flugstjóri vélarinnar mun að vísu hafa leiðrétt þann misskilning í millitíðinni en engu að síður var gripið til þeirra neyðarráðstafanna að senda orustuþotur til móts við vélina og fylgja henni til Kanada.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×