Erlent

Lík fjögurra ungbarna finnast

Lík fjögurra ungbarna fundust í húsi í borginni Graz í Austurríki nýlega, að því er lögreglan þar í landi greindi frá í dag. Tvö barnanna fundust í frystikistu, eitt var falið í tunnu og það fjórða í bakgarði hússins. 32 ára gömul kona og tæplega fertugur karlmaður sem búa í húsinu hafa verið handtekin vegna málsins. Að sögn lögreglunnar hefur hvorugt þeirra játað að hafa banað börnunum. Enn er verið að rannsaka vettvanginn og er ekki útilokað að fleiri lík finnist í húsinu eða á lóð þess að sögn lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×