Erlent

1,2 milljónir morða og mannrána

Yfir 1,2 milljónir morða, mannrána og ofbeldisverka af öðru tagi eru framin í Argentínu á hverju ári og fer þeim fjölgandi. Argentínumenn eru langþreyttir á áhugaleysi og getuleysi stjórnvalda til að reyna að koma í veg fyrir glæpi og krefjast aðgerða. Yfir fimm þúsund manns voru samankomnir fyrir framan hæstarétt landsins í gær og kröfðust þess, á friðsælan hátt, að yfirvöld tryggi betur öryggi borgara sinna. Þá var ástvina minnst sem höfðu verið myrtir. Spilling er gríðarlegt vandamál í Argentínu og er lögreglan talin jafnvel spilltari en glæpamennirnir sem þeir eiga að eltast við. Sérfræðingar segja ljóst að ef ríkið bregðist ekki skjótt við vandamálinu muni ferðamenn hætta að koma til landsins og þar af leiðandi muni efnahagur landsins versna enn frekar sem landið má ekki við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×