Erlent

Lettar staðfesta Stjórnarskrá ESB

Lettneska þingið staðfesti stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með afgerandi hætti í gær. 71 prósent þingmannanna greiddi henni atkvæði sitt en aðeins fimm prósent sátu hjá. "Þetta var táknrænt skref," sagði Janis Lagzdins, formaður í Lýðflokknum. "Þetta sýnir að Lettland og önnur ný aðildarríki styðja nýja og sameinaða Evrópu. Eftir atkvæðagreiðsluna lagði Aigars Kalvatis, forsætisráðherra Lettlands, áherslu á mikilvægi stjórnarskrárinnar. Hann rakti kosningaúrslitin í Frakklandi og Hollandi til óskýrrar framtíðarsýnar leiðtoga ESB, frekar en að innihald stjórnarskrárinnar væri orsökin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×