Erlent

Mannskætt lestarslys í Úkraínu

Að minnsta kosti þrettán manns létust, þar af tvö börn, þegar flutningalest ók á rútu í suðurhluta Úkraínu í dag. Rútan var á leið yfir teinana þegar lestin keyrði á fullri ferð inn í hliðina á henni, en Interfax-fréttastofan segir að níu hafi slasast í árekstrinum, þar af fjórir alvarlega. Yfirvöld vita ekki hversu margir voru í rútunni en hún var á leiðinni til borgarinnar Odessa við Svartahaf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×