Erlent

Njósnari Saddams handtekinn

Bandarískir hermenn handtóku í gærmorgun mann sem talinn er hafa njósnað fyrir Saddam Hussein á valdatíma hans. Yfirvöld hafa ekkert viljað gefa upp um handtökuna að öðru leyti. Um svipað leyti gerðu uppreisnarmenn sprengjuárás nærri flugvellinum í Bagdad. Enginn lést í tilræðinu en að minnsta kosti fimmtán Írakar særðust alvarlega. Tilræðismennirnir fylgdu sprengingunni eftir með því að hefja vélbyssuskothríð á bandarískar og íraskar öryggissveitir við flugvöllinn. 670 manns féllu í átökum í Írak í maí, rúmlega tvö hundruð fleiri en í mánuðinum þar á undan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×