Erlent

Chirac réttir fram sáttahönd

Jacques Chirac Frakklandsforseti rétti þjóð sinni sáttahönd í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni. Chirac sagði að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar bæri ekki að túlka á þann veg að Frakkar hefðu hafnað hugsjóninni um sameinaða Evrópu heldur væri hún ákall um aðgerðir sem skiluðu árangri. Því hefði hann skipt um forsætisráðherra og frekari breytingar væru í vændum. Nú væri runninn upp tími nýrrar hugsunar í efnahags- og velferðarmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×