Erlent

Hefja átak gegn mænusótt í Jemen

Stjórnvöld í Jemen greindu frá því í dag að 179 börn hefðu greinst með mænusótt í mænusóttarfaraldri sem gengur yfir landið. 108 þeirra hafa lamast vegna sjúkdómsins. Brugðist verður við þessu með átaki á landsvísu þar sem rúmlega 4,6 milljónir barna undir fimm ára aldri verða bólusettar gegn sjúkdómnum á næstu þremur dögum, en sjúkdómurinn hafði ekki gert vart við sig í landinu frá árinu 1996. Nánast var búið að útrýma mænusótt í heiminum fyrir nokkrum árum en hennar hefur nú orðið vart aftur í alls fimmtán löndum, m.a. vegna þess að stjórnvöld sums staðar hættu að bólusetja börn gegn henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×