Innlent

Karlkennarar launahærri innan KHÍ

Karlkennarar við Kennaraháskóla Íslands eru að jafnaði með fjórum prósentum hærri laun en kvenkennarar í sambærilegum stöðum, á samsvarandi aldri, með sambærilegt rannsóknarálag og menntun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um samanburð á launum starfsfólks við Kennaraháskóla Íslands sem unnin var af Félagsvísindastofnun. Þegar litið er til annars starfsfólks skólans en kennara eru konur hins vegar með fjögurra prósenta hærri mánaðarlaun en karlar að teknu tilliti til starfs, aldurs og menntunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×