Ræðir mannréttindi við Kínverja 16. maí 2005 00:01 Mannréttindi eru alls ekki afstæð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem ætlar að ræða mannréttindi við kínverska ráðamenn á næstu dögum. Hann segir þó að gera megi ráð fyrir að lýðræðisþróun í Kína taki tíma. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er í för með forsetanum í opinberri heimsókn hans í Kína. Þegar kemur að viðskiptum við Kína, þetta fjölmennasta ríki heims, erum við Íslendingar eftirbátar þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við. Það viljum við ekki og því er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kominn til Kína. Með forsetanum í þessari vikulöngu opinberu heimsókn er fjölmennasta viðskiptasendinefnd sem farið hefur frá Íslandi. Í Kína býr fimmtungur jarðarbúa í hratt vaxandi hagkerfi og tækifærin eru næg fyrir gott fólk. Ólafur Ragnar segir margt benda til að ráðamenn í Kína vilji auka viðskiptin við litlu eyþjóðina í norðri. Hann segir mikilvægt að íslensku viðskiptaaðilarnir nýti sér þessa velvild því heimsóknin sé ekki aðeins mikilvæg þá daga sem hún standi heldur fyrst og fremst sem jarðvegsvinna til að allir þeir íslensku fulltrúar sem þarna séu geti vitnað til þátttöku sinnar í heimsókninni og þannig notfært sér hana á næstu árum til að styrkja sín tengsl. Það er ekki einungis viðskiptamenn hér í Kína til að leita að tengslum; hér er líka fólk úr háskólasamfélaginu og listalífinu en í listum hefur frelsi aukist í Kína eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Willy Tsao, listrænn stjórnandi dansflokksins í Kína, segir að áður fyrr hafi það verið stefna stjórnvalda að listin ætti að þjóna fólkinu, sem túlka mætti á marga vegu. „Núna, þegar Kína hyggst ganga í samfélag þjóðanna, kunna Kínverjar að meta tækifærin fyrir listamennina til að sýna hið raunverulega Kína fyrir umheiminum,“ segir Tsao. „Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir listamennina og Kína,“ segir Tsao. Ólafur Ragnar segist ætla að ræða mannréttindamál við kínverska ráðamenn, þ.á m. forsetann, Hu Jintao, sem hann hittir á morgun. Hann segir eitt af því sem geri heimsókn af þessu tagi mikilvæga sé að það geri Íslendingum kleift að ná beinu sambandi við ráðamenn í Kína og þróa þessa umræðu. Aðspurður hvort af því megi skilja að mannréttindi séu ekki afstæð í huga hans segir Ólafur Ragnar svo alls ekki vera. Mannréttindi séu grundvallarþáttur í framþróun þjóða og þroska einstaklinga og 21. öldin sé kannski mesta tækifæri lýðræðisþróunar sem við höfum fengið. Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Mannréttindi eru alls ekki afstæð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem ætlar að ræða mannréttindi við kínverska ráðamenn á næstu dögum. Hann segir þó að gera megi ráð fyrir að lýðræðisþróun í Kína taki tíma. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er í för með forsetanum í opinberri heimsókn hans í Kína. Þegar kemur að viðskiptum við Kína, þetta fjölmennasta ríki heims, erum við Íslendingar eftirbátar þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við. Það viljum við ekki og því er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kominn til Kína. Með forsetanum í þessari vikulöngu opinberu heimsókn er fjölmennasta viðskiptasendinefnd sem farið hefur frá Íslandi. Í Kína býr fimmtungur jarðarbúa í hratt vaxandi hagkerfi og tækifærin eru næg fyrir gott fólk. Ólafur Ragnar segir margt benda til að ráðamenn í Kína vilji auka viðskiptin við litlu eyþjóðina í norðri. Hann segir mikilvægt að íslensku viðskiptaaðilarnir nýti sér þessa velvild því heimsóknin sé ekki aðeins mikilvæg þá daga sem hún standi heldur fyrst og fremst sem jarðvegsvinna til að allir þeir íslensku fulltrúar sem þarna séu geti vitnað til þátttöku sinnar í heimsókninni og þannig notfært sér hana á næstu árum til að styrkja sín tengsl. Það er ekki einungis viðskiptamenn hér í Kína til að leita að tengslum; hér er líka fólk úr háskólasamfélaginu og listalífinu en í listum hefur frelsi aukist í Kína eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Willy Tsao, listrænn stjórnandi dansflokksins í Kína, segir að áður fyrr hafi það verið stefna stjórnvalda að listin ætti að þjóna fólkinu, sem túlka mætti á marga vegu. „Núna, þegar Kína hyggst ganga í samfélag þjóðanna, kunna Kínverjar að meta tækifærin fyrir listamennina til að sýna hið raunverulega Kína fyrir umheiminum,“ segir Tsao. „Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir listamennina og Kína,“ segir Tsao. Ólafur Ragnar segist ætla að ræða mannréttindamál við kínverska ráðamenn, þ.á m. forsetann, Hu Jintao, sem hann hittir á morgun. Hann segir eitt af því sem geri heimsókn af þessu tagi mikilvæga sé að það geri Íslendingum kleift að ná beinu sambandi við ráðamenn í Kína og þróa þessa umræðu. Aðspurður hvort af því megi skilja að mannréttindi séu ekki afstæð í huga hans segir Ólafur Ragnar svo alls ekki vera. Mannréttindi séu grundvallarþáttur í framþróun þjóða og þroska einstaklinga og 21. öldin sé kannski mesta tækifæri lýðræðisþróunar sem við höfum fengið.
Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira