Erlent

Smyglhringur upprættur

Lögregluyfirvöld í Austurríki segjast hafa brotið á bak aftur alþjóðlegan glæpahring sem síðustu ár hefur smyglað yfir 5.000 Austur-Evrópumönnum til Vesturlanda. Aðgerðir lögreglunnar hófust í júní í fyrra og síðan þá hafa 64 menn verið handteknir. Flestir hinna grunuðu eru Rúmenar, Moldóvar og Úkraínumenn. Að sögn yfirmanns rannsóknarinnar tóku smyglararnir um 350.000 krónur í þóknun fyrir að koma fólkinu yfir landamærin. Það þurfti oftar en ekki að dúsa í miklum þrengslum og sætti auk þess ýmiss konar ofbeldi af hálfu smyglaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×