Innlent

Mikil ásókn í sjúkratryggingakort

Rúmlega sex þúsund ný evrópsk sjúkratryggingakort voru gefin út dagana 1.- 7. maí hjá Tryggingastofnun en útgáfa þeirra hófst fyrsta dag mánaðarins. Er þetta fimmtungur af áætluðum fjölda á árinu öllu. Evrópska sjúkratryggingakortið leysir af hólmi E-111 vottorðið og veitir korthafa, sem lendir í slysi eða óvæntum veikindum, rétt til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í dvalarlandi á sama verði og heimamenn. Langflestar umsóknir berast í gegnum heimasíðu Tryggingastofnunar eða um 85%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×