Erlent

Aðgerðin tókst vel

Aðgerðin sem Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, gekkst undir í dag tókst vel að sögn talsmanns í franska varnarmálaráðuneytinu. Ráðherrann var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna gallsteinkasts. Upphaflega sagði Reuters-fréttastofan að um sýkingu í þvagblöðru væri að ræða, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag, en leiðrétti það skömmu síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×