Pólitísk ráðning á Höfða? 5. maí 2005 00:01 Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Sextán sóttu um stöðuna, í þeim hópi afar vel menntaðir og reynslumiklir menn. Guðjón er gagnfræðingur og því með minnstu menntunina en hann sat á Alþingi í tólf ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í auglýsingu um starfið var óskað þekkingar á stjórnsýslusviði, bókhaldsþekkingar og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess sem framkvæmdastjórinn átti að vera búsettur á svæðinu. Það er því ljóst að Guðjón uppfyllir kröfurnar. Stjórn Höfða er skipuð fjórum fulltrúum bæjarstjórnar og einum fulltrúa hreppanna umhverfis Akranes. Fulltrúar bæjarstjórnar eru tveir fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar og tveir fulltrúar minnihlutans. Tveir síðastnefndu og fulltrúi hreppanna eru sjálfstæðismenn. Þeir greiddu Guðjóni atkvæði sitt. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar greiddu hinsvegar Brynju Þorbjörnsdóttur, fyrrverandi útibússtjóra Íslandsbanka, atkvæði sitt. Brynja vildi ekkert segja um þetta í gær. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, var í hópi umsækjenda. Hann telur of snemmt að segja til um það hvort einhverjir umsækjenda muni kæra ráðninguna en mörgum þyki þetta "merkileg ráðning." Jón Pálmi segist eiga eftir að meta sína stöðu. Hann hafi ekki fengið neinar skýringar af hálfu meirihluta stjórnar Höfða. "Ég geri ráð fyrir því að óska eftir rökstuðningi," segir hann. Ráðningin hefur sætt gagnrýni á vef Akraneskaupstaðar. Þar er talið að sjálfstæðismenn hafi ætlað að koma gæðingi sínum í starfið þó að margir hæfari menn hafi sótt um stöðuna. Hugsanlega hafi jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin. Benedikt Jónmundsson, fulltrúi sjálfstæðismanna, hafnaði þessu í gær og sagði gefa auga leið að sjálfstæðismennirnir hafi talið Guðjón hæfastan í starfið. Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Sextán sóttu um stöðuna, í þeim hópi afar vel menntaðir og reynslumiklir menn. Guðjón er gagnfræðingur og því með minnstu menntunina en hann sat á Alþingi í tólf ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í auglýsingu um starfið var óskað þekkingar á stjórnsýslusviði, bókhaldsþekkingar og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess sem framkvæmdastjórinn átti að vera búsettur á svæðinu. Það er því ljóst að Guðjón uppfyllir kröfurnar. Stjórn Höfða er skipuð fjórum fulltrúum bæjarstjórnar og einum fulltrúa hreppanna umhverfis Akranes. Fulltrúar bæjarstjórnar eru tveir fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar og tveir fulltrúar minnihlutans. Tveir síðastnefndu og fulltrúi hreppanna eru sjálfstæðismenn. Þeir greiddu Guðjóni atkvæði sitt. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar greiddu hinsvegar Brynju Þorbjörnsdóttur, fyrrverandi útibússtjóra Íslandsbanka, atkvæði sitt. Brynja vildi ekkert segja um þetta í gær. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, var í hópi umsækjenda. Hann telur of snemmt að segja til um það hvort einhverjir umsækjenda muni kæra ráðninguna en mörgum þyki þetta "merkileg ráðning." Jón Pálmi segist eiga eftir að meta sína stöðu. Hann hafi ekki fengið neinar skýringar af hálfu meirihluta stjórnar Höfða. "Ég geri ráð fyrir því að óska eftir rökstuðningi," segir hann. Ráðningin hefur sætt gagnrýni á vef Akraneskaupstaðar. Þar er talið að sjálfstæðismenn hafi ætlað að koma gæðingi sínum í starfið þó að margir hæfari menn hafi sótt um stöðuna. Hugsanlega hafi jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin. Benedikt Jónmundsson, fulltrúi sjálfstæðismanna, hafnaði þessu í gær og sagði gefa auga leið að sjálfstæðismennirnir hafi talið Guðjón hæfastan í starfið.
Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira