Innlent

Heita vatnið lækkar í verði

Heita vatnið lækkar um eitt og hálft prósent í verði á markaðssvæði Orkuveitu Reykjavíkur frá og með 1. júní. Þetta var samþykkt á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar. Þar var enn fremur ákveðið að rafmagnsverð myndi standa í stað. Ein ástæðan fyrir því að verð heita vatnsins lækkar er sú að síðasta ár og fyrstu mánuðir þessa árs hafi verið kaldara en árið 2003. Þar með hafi sala á heitu vatni aukist um 3,7 prósent og styrkir það stöðu fyrirtækisins. Þá hefur raforkusala aukist og því tekur Orkuveitan á sig verðlagsbreytingar, sem eru um 3,7 prósent það sem af er ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×