Lettar í farbanni afskiptir 19. apríl 2005 00:01 Tveir lettneskir verkamenn um fimmtugt, sem Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði í farbann í síðustu viku, ráfa um á Kárahnjúkum peninga- og eirðarlausir. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segir framkomu GT verktaka, sem hafa verið ákærðir fyrir að ráða mennina til vinnu án atvinnuleyfis, óforsvaranlega. Oddur segir að þó Lettarnir séu einnig ákærðir í málinu líti hann frekar á þá sem saklaus fórnarlömb í málinu. "Þessi meðferð á mönnunum er ekki verjandi," segir Oddur. "Þeir eru hýstir hér uppi á Kárahnjúkum og hafa ekkert við að vera. Þeir hafa enga peninga milli handanna og fyrirtækið virðist alls ekki hafa sóma til að koma þeim til hjálpar. Þeir eru greinilega engar greiðslur að fá frá GT verktökum eða erlenda starfsmannafyrirtækinu sem hafði milligöngu um komu þeirra til landsins. Þeir fá að borða í mötuneytinu en meira er ekki gert fyrir þá. Ég skil ekki að fyrirtækið sjá ekki sóma sinn í því að hýsa þá almennilega og hugsa betur um þá. " Á meðan Lettarnir eru í farbanni mega þeir ekki að vinna neitt. Oddur segir að þeir gisti í skálum hjá GT verktökum en sem gefi skilja hafi þeir ekkert að gera. "Verst þykir mér samt að horfa upp á að þeir eru algjörlega peningalausir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá hafa þeir fengið greiddar um sextíu þúsund krónur frá því þeir komu hingað um miðjan febrúar. Þar sem fyrirtækið hefur ekki gert neitt fyrir mennina þá hefur starfsfólk hérna séð aumur á þeim og reynt að safna einhverjum smáræðis peningum fyrir þá þannig að þeir eigi allavega fyrir sígarettum." Lettarnir eru ákærðir fyrir að aka hópferðabifreiðum fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum og sinna viðhaldi þeirra án þess að hafa atvinnuleyfi. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Tveir lettneskir verkamenn um fimmtugt, sem Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði í farbann í síðustu viku, ráfa um á Kárahnjúkum peninga- og eirðarlausir. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segir framkomu GT verktaka, sem hafa verið ákærðir fyrir að ráða mennina til vinnu án atvinnuleyfis, óforsvaranlega. Oddur segir að þó Lettarnir séu einnig ákærðir í málinu líti hann frekar á þá sem saklaus fórnarlömb í málinu. "Þessi meðferð á mönnunum er ekki verjandi," segir Oddur. "Þeir eru hýstir hér uppi á Kárahnjúkum og hafa ekkert við að vera. Þeir hafa enga peninga milli handanna og fyrirtækið virðist alls ekki hafa sóma til að koma þeim til hjálpar. Þeir eru greinilega engar greiðslur að fá frá GT verktökum eða erlenda starfsmannafyrirtækinu sem hafði milligöngu um komu þeirra til landsins. Þeir fá að borða í mötuneytinu en meira er ekki gert fyrir þá. Ég skil ekki að fyrirtækið sjá ekki sóma sinn í því að hýsa þá almennilega og hugsa betur um þá. " Á meðan Lettarnir eru í farbanni mega þeir ekki að vinna neitt. Oddur segir að þeir gisti í skálum hjá GT verktökum en sem gefi skilja hafi þeir ekkert að gera. "Verst þykir mér samt að horfa upp á að þeir eru algjörlega peningalausir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá hafa þeir fengið greiddar um sextíu þúsund krónur frá því þeir komu hingað um miðjan febrúar. Þar sem fyrirtækið hefur ekki gert neitt fyrir mennina þá hefur starfsfólk hérna séð aumur á þeim og reynt að safna einhverjum smáræðis peningum fyrir þá þannig að þeir eigi allavega fyrir sígarettum." Lettarnir eru ákærðir fyrir að aka hópferðabifreiðum fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum og sinna viðhaldi þeirra án þess að hafa atvinnuleyfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira