Innlent

Annasamur afmælisdagur

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnaði 75 ára afmæli sínu í gær og er óhætt að segja að hún hafi haft í nógu að snúast. Í gærmorgun heimsótti hún börn í Melaskóla sem söfnuðu fé fyrir ABC hjálparstarf og lét að sjálfsögðu fé af hendi rakna. Ráðstefnan "Samræður menningarheima" sem haldin til heiðurs Vigdísi hélt áfram í gærdag og þar flutti meðal annarra Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, erindi. Leikfélag Reykjavíkur hélt Vigdísi síðdegissamsæti í Borgarleikhúsinu og gaf henni óperuflutning í afmælisgjöf en deginum lauk svo á glæsilegum hátíðarkvöldverði í Perlunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×