Vonarstjarna almennra flokksmanna 15. apríl 2005 00:01 Óhætt er að segja að kjör Helle Thorning-Schmidt hafi komið talsvert á óvart því samanborið við keppinaut hennar um formannsembættið, Frank Jensen, er hún tiltölulega óskrifað blað í dönskum stjórnmálum. Jensen á hins vegar áralangan feril að baki í Jafnaðarmannaflokknum, var ráðherra í ríkisstjórnum jafnaðarmanna samfleytt frá 1994 til 2000 og hefur verið einn helsti talsmaður flokksins um árabil. Hann naut aukinheldur stuðnings þungavigtarmanna innan flokksins svo sem Anker Jørgensen og Svend Auken. Flokkurinn hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar síðustu ár; fylgið dalað og æ háværari raddir innan flokksins um að breytinga væri þörf. Rafræn kosning í fyrsta sinn Í því sambandi er vert að veita því athygli að í þessu formannskjöri jafnaðarmanna fékk hinn almenni flokksmaður í fyrsta sinn að koma beint að kosningu formanns, en kosið var með rafrænum hætti gegnum netið. Sigur Helle Thorning-Schmidt má þannig að sumu leyti túlka sem sigur hins almenna flokksmanns yfir innsta valdakjarna flokksins sem fram til þessa hefur valið formann, og þá yfirleitt einn úr sínum röðum. Sigurinn var þó langt því frá að vera afgerandi; Helle Thorning-Schmidt hlaut 53 prósent greiddra atkvæða, Frank Jensen 47 af hundraði en um 90 prósent hinna 52 þúsund félagsmanna flokksins tóku þátt í kosingunni. Þrátt fyrir að allir séu sammála um að kosningafyrirkomulag sem þetta sé það langlýðræðislegasta eru menn ekki á eitt sáttir um ágæti þess. Spænskir jafnaðarmenn hafa kjörið sér formann með þessum hætti um árabil og þykir það hafa gefist misvel og sama má segja um breska Íhaldsflokkinn sem búið hefur við viðvarandi forystukreppu undanfarin ár þrátt fyrir þetta lýðræðislega val á formönnum. Jómfrúrræðan í þinginu eftir En hver er þessi Helle Thorning-Schmidt sem danskir jafnaðarmenn hafa kjörið til að leiða flokkinn til áhrifa á ný í dönskum stjórnmálum? Hún er stjórnmálafræðingur að mennt, fædd í desember 1966 í Rødøvre en ólst að mestu leyti upp í Ishøj rétt sunnan við Kaupmannahöfn. Hún hóf afskipti af stjórnmálum á skólaárum og aðhylltist þá nokkuð róttæka vinstri stefnu en kynni hennar af Ritt Bjerregaard sem lengi var í forystu Jafnaðarmannaflokksins, gerðu að verkum að hún gekk til liðs við flokkinn. Og reyndar er litið svo á að Ritt Bjerregaard sé nokkurs konar lærimeistari Helle Thorning-Schmidt í stjórnmálum. Opinberan stjórnmálaferil sinn hóf Helle Thorning-Schmidt árið 1999 er hún bauð sig fram til Evrópuþingsins og náði nokkuð óvænt kjöri. Hún bauð sig hins vegar ekki fram til þings í Danmörku fyrr en í kosningunum í febrúar á þessu ári og það er eftir því tekið að þessi nýi leiðtogi jafnaðarmanna hefur enn ekki haldið jómfrúrræðu sína í danska þinginu. Helle Thorning-Schmidt er tengd inn í rótgróna breska valdaætt innan Verkamannaflokksins; er gift Stephen Kinnock en faðir hans er Neil Kinnock sem var formaður Verkamannaflokksins um skeið á valdaárum Margrétar Thatcher í Bretlandi. Hyggst sækja inn á miðjuna Þar sem enn er skammt um liðið síðan Helle Thorning-Schmidt tók við forystuhlutverki jafnaðarmanna í Danmörku er full snemmt að spá fyrir um það hvort henni takist að leiða jafnaðarmenn til valda á ný í landsstjórninni. Hún er talin tilheyra hægri armi flokksins og hefur lýst því yfir að hún hyggist sækja meira inn á miðju danskra stjórnmála en jafnaðarmenn hafa gert hingað til. Þar getur hún þó átt við ramman reip að draga því margt bendir til þess að ýmsir innan gamla valdakjarna flokksins og stuðningsmenn þeirra muni leggjast gegn öllum tilraunum til að færa stefnu flokksins lengra til hægri. Þannig eru þegar sprottnar upp deilur um hugmyndir Helle Thorning-Schmidt um breytingar á lögum um eftirlaun fyrir þá sem eru undir 40 ára aldri. Eins hafa nokkrir harðir stuðningsmenn Franks Jensen sagt sig úr flokknum í mótmælaskyni við kosningu Helle Thorning-Schmidt. Á hinn bóginn er ýmislegt sem bendir til þess að Helle Thorning-Schmidt gæti tekist að leiða danska jafnaðarmenn til valda á ný í dönskum stjórnmálum því kannanir sýna að margir þeir sem kosið hafa borgaraflokkana í undanförnum kosningum geta nú vel hugsað sér að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn með HelleThorning-Schmidt í forystu. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Óhætt er að segja að kjör Helle Thorning-Schmidt hafi komið talsvert á óvart því samanborið við keppinaut hennar um formannsembættið, Frank Jensen, er hún tiltölulega óskrifað blað í dönskum stjórnmálum. Jensen á hins vegar áralangan feril að baki í Jafnaðarmannaflokknum, var ráðherra í ríkisstjórnum jafnaðarmanna samfleytt frá 1994 til 2000 og hefur verið einn helsti talsmaður flokksins um árabil. Hann naut aukinheldur stuðnings þungavigtarmanna innan flokksins svo sem Anker Jørgensen og Svend Auken. Flokkurinn hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar síðustu ár; fylgið dalað og æ háværari raddir innan flokksins um að breytinga væri þörf. Rafræn kosning í fyrsta sinn Í því sambandi er vert að veita því athygli að í þessu formannskjöri jafnaðarmanna fékk hinn almenni flokksmaður í fyrsta sinn að koma beint að kosningu formanns, en kosið var með rafrænum hætti gegnum netið. Sigur Helle Thorning-Schmidt má þannig að sumu leyti túlka sem sigur hins almenna flokksmanns yfir innsta valdakjarna flokksins sem fram til þessa hefur valið formann, og þá yfirleitt einn úr sínum röðum. Sigurinn var þó langt því frá að vera afgerandi; Helle Thorning-Schmidt hlaut 53 prósent greiddra atkvæða, Frank Jensen 47 af hundraði en um 90 prósent hinna 52 þúsund félagsmanna flokksins tóku þátt í kosingunni. Þrátt fyrir að allir séu sammála um að kosningafyrirkomulag sem þetta sé það langlýðræðislegasta eru menn ekki á eitt sáttir um ágæti þess. Spænskir jafnaðarmenn hafa kjörið sér formann með þessum hætti um árabil og þykir það hafa gefist misvel og sama má segja um breska Íhaldsflokkinn sem búið hefur við viðvarandi forystukreppu undanfarin ár þrátt fyrir þetta lýðræðislega val á formönnum. Jómfrúrræðan í þinginu eftir En hver er þessi Helle Thorning-Schmidt sem danskir jafnaðarmenn hafa kjörið til að leiða flokkinn til áhrifa á ný í dönskum stjórnmálum? Hún er stjórnmálafræðingur að mennt, fædd í desember 1966 í Rødøvre en ólst að mestu leyti upp í Ishøj rétt sunnan við Kaupmannahöfn. Hún hóf afskipti af stjórnmálum á skólaárum og aðhylltist þá nokkuð róttæka vinstri stefnu en kynni hennar af Ritt Bjerregaard sem lengi var í forystu Jafnaðarmannaflokksins, gerðu að verkum að hún gekk til liðs við flokkinn. Og reyndar er litið svo á að Ritt Bjerregaard sé nokkurs konar lærimeistari Helle Thorning-Schmidt í stjórnmálum. Opinberan stjórnmálaferil sinn hóf Helle Thorning-Schmidt árið 1999 er hún bauð sig fram til Evrópuþingsins og náði nokkuð óvænt kjöri. Hún bauð sig hins vegar ekki fram til þings í Danmörku fyrr en í kosningunum í febrúar á þessu ári og það er eftir því tekið að þessi nýi leiðtogi jafnaðarmanna hefur enn ekki haldið jómfrúrræðu sína í danska þinginu. Helle Thorning-Schmidt er tengd inn í rótgróna breska valdaætt innan Verkamannaflokksins; er gift Stephen Kinnock en faðir hans er Neil Kinnock sem var formaður Verkamannaflokksins um skeið á valdaárum Margrétar Thatcher í Bretlandi. Hyggst sækja inn á miðjuna Þar sem enn er skammt um liðið síðan Helle Thorning-Schmidt tók við forystuhlutverki jafnaðarmanna í Danmörku er full snemmt að spá fyrir um það hvort henni takist að leiða jafnaðarmenn til valda á ný í landsstjórninni. Hún er talin tilheyra hægri armi flokksins og hefur lýst því yfir að hún hyggist sækja meira inn á miðju danskra stjórnmála en jafnaðarmenn hafa gert hingað til. Þar getur hún þó átt við ramman reip að draga því margt bendir til þess að ýmsir innan gamla valdakjarna flokksins og stuðningsmenn þeirra muni leggjast gegn öllum tilraunum til að færa stefnu flokksins lengra til hægri. Þannig eru þegar sprottnar upp deilur um hugmyndir Helle Thorning-Schmidt um breytingar á lögum um eftirlaun fyrir þá sem eru undir 40 ára aldri. Eins hafa nokkrir harðir stuðningsmenn Franks Jensen sagt sig úr flokknum í mótmælaskyni við kosningu Helle Thorning-Schmidt. Á hinn bóginn er ýmislegt sem bendir til þess að Helle Thorning-Schmidt gæti tekist að leiða danska jafnaðarmenn til valda á ný í dönskum stjórnmálum því kannanir sýna að margir þeir sem kosið hafa borgaraflokkana í undanförnum kosningum geta nú vel hugsað sér að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn með HelleThorning-Schmidt í forystu.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna