Tölvupóstur verður dulkóðaður 15. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóstur sem innihéldi viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að allur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneytið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir Stjórnarráð Íslands og í netföngum allra starfsmanna ráðuneytanna, nema umhverfisráðuneytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti viðkomandi starfar. Netföng starfsmanna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneytisins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðuneytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið, segir að út frá öryggissjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. "Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til umhugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því," segir Guðbjörg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóstur sem innihéldi viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að allur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneytið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir Stjórnarráð Íslands og í netföngum allra starfsmanna ráðuneytanna, nema umhverfisráðuneytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti viðkomandi starfar. Netföng starfsmanna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneytisins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðuneytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið, segir að út frá öryggissjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. "Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til umhugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því," segir Guðbjörg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira