Innlent

Sami vandinn alls staðar

Öll lönd Norður-Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða á vinnumarkaði og Ísland hvað varðar flæði á ódýru erlendu vinnuafli framhjá lögum og reglum. Sumar þjóðirnar hafa gefist upp við að stemma stigu við þessu, til dæmis Belgar. Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Á Norðurlöndunum og í Þýskalandi er hávær umræða um flæði á vinnuafli frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins streymir inn á vinnumarkaði og kröfur um að stjórnvöld setji skýrar reglur og reyni að stemma stigu við undirboðum, ólöglegu vinnuafli og auknu atvinnuleysi. Halldór nefnir dæmi um landamærahéruð Þýskalands og Austurríkis og nýju aðildarríkjanna. Þar eykst stöðugt að starfsmönnum á innlendum vinnumarkaði er sagt upp, fyrirtækið jafnvel flutt til annars lands og fengið fólk frá nýju aðildarríkjum ESB sem kemur yfir landamærin til starfa á morgnana og fer til baka á kvöldin. Atvinnuleysi og flæði á vinnuafli milli landa fylgja þjóðernishyggja og útlendingahatur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×